Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 11
BtiNAÐARRIT
5
eggs- og sæfiisfrumunnar yrði eins og skipting annara
frumalíkamans, pá fengi frjóvgaða eggfruman helmingi fleiri
bogteina en allar aðrar frumur, og bogteinatalan tvöfald-
aðist með hverri kynslóð. Hver skepnutegund hefði þá ekki
lengur sömu bogteinatölu, heldur hver kynslóð. Við þessu
sér náttúran með því, að áður en hinar þroskuðu kyns-
frumur myndast, á sér stað svokölluð eyðingarskipting.
Hún er sérkennileg að því leyti, að samstæðu bogtein-
arnir skiljast þá að, og hver þroskuð kynsfruma fær að
eins annan þeirra, og því helming allra samstæðu bogtein-
anna. Þroskuðu kynsfrumurnar verða því tvennskonar að
eðli, hafi bogteina-samstæðurnar ekki verið eins.
Það mætti því segja að hver þroskuð kynsfruma
væri einungis hálfmynduð fruma, en yrði fyrst full-
mynduð við sameining kynsfrumu hins kynsins. Þá fyrst
fær hún fullan bogteina fjölda og rétta samstæðu, er
kynsfrumurnar hafa sameinast, og hver þeirra lagt til
sinn helming í frjóvguðu eggfrumuna. Frjóvgaða egg-
fruman hefir því fengfð helming af bogteinum sínum frá
föðurnum, en hinn helminginn frá móðurinni. Og það
sem meira er, hún hefir lika fengið sömu bogteina-
samstæðurnar, og einkenndu allar aðrar frumur þeirrar
dýrategundar. Þet.ta gerir Ijóst hvers vegna bogteinarnir
eru samstæðir, og hvernig það þess vegna getur á
þennan hátt haldizt sama bogteinatala og sömu bog-
teina-samstæður, frá kyni til kyns.
Kynsfrumurnar mynda tengiliðinn milli foreldra og
afkvæmis. Afkvæmið hefir, séð frá erfða sjónarmiði, ekki
fengið annað frá foreldrum sínum en kynsfrumurnar.
Hvað afkvœmið erfir frá foréldrum sínum er pví afgert
með eðli bogteinanna, um leið og lcynsfrumurnar sam-
einast. Þar á eftir verður erfða-eðlinu ekki breytt. Þó
fóstrið þroskist í móðurlifi, eins og hjá búfénu, þá er
það þar sem hvert annað snýkjugrey, sem tekur nær-
ingu sína frá móðurinni, en stendur ekki að öðru leyti
í neinu sambandi við hana.