Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 21
BÚNAÐARRIT
15-
uðu eggfrumanna hefir fengið erfðavísir til svarts litar
frá öðru foreldri, en til hvíts frá hinu, alveg eins og
einstaklingarnir í fyrsta ættlið. Af þeim þroskast eín-
staklingar sem verða svartir, en sem hafa í sér hulinn
erfðavísir til hvíts litar. Afkvæmi þeirra verða eins og
afkvæmi fyrsta liðs.
Loks hefir fjórði partur af frjóvguðu eggfrumunni fengið
erfðavísir til hvíts litar (eða til einskis litar) frá báðum
foreldrum. Af þeim þroskast hvítar skepnur, sem eru
hreinar, og verða allir afkomendur þeirra hvítir að lit, þar
sem í þeim er ekki annar erfðavísir til litar. (Sbr. 5. mynd).
Mórauði iiturinn hjá sauðfénu erfist eins og hvíti lit-
urinn hjá kanínunni. Hreinkynja hvítar ær gefa, með
mórauðum hrút, hvít lömb, sem öll eru óhreinkynja
hvað lit snertir. Þau verða því öll hvít, en hafa öll
hulinn erfðavísir til mórauðs litar. Sé hrútur úr fyrsta
ættliðnum notaður handa systrum sínum, verður einn
fjórði af lömbunum mórautt, og er hrein-mórauður, en
þrir fjórðu hvitir, og er einn þriðji af þeim, eða einn
fjórði af allri lambatölunni, hrein-hvítur, en hin óhrein.
Hér er rétt að benda á það mjög þýðingarmikla
atriði, að enginn maður getur séð mun á hvítu
kindinni, sem er hrein-hvít og hinni, sem hefir
í sér hulinn erfðavísir til mórauðs litar.
Erfðaeðlið og ytra útlitið er sitt hvað.
Til eru steingráir hestar, sem lýsast með aldrinum.
Litur þeirra erfist eins og svarti liturinn hjá kaninunni.
Tveir slikir hestar hafa t. d. verið notaðir í Iowa í
Bandaríkjunum, undan þeim komu 254 folöld með alla-
vega litum einlitum hryssum, en þau voru öll steingrá
að lit. Óhreinkynja steingrátt með óhreinkynja steingráu
gefur aftur á móti folöld sem ýmist verða steingrá eða
með hulda einlitnum, sem til var í foreldrunum, hver
sem hann nú er.
Hlutfallið milli þeirra steingráu og þeirra einlitu er
þá ætíð eins og I : 3. 267 slík tilfelli hafa verið rann-