Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 25
BTÍNAÐARiUT
19
samt og er kindin kölluð ferukollótt í mæltu máli, og
er það ágætt nafn.
7. Erfðir tveggja eða fleiri erfðavisira,
sem liggja sinn í hvorum bogteini.
Það er auðskilið mál, að skepnan getur verið kyn-
hrein hvað einn erfðavísir áhrærir, en óhreinkynja hvað
alla hina snertir. Eins getur hún auðvitað verið hrein-
kynja hvað fleiri eða færri erfðavísira snertir, en óhrein-
kynja hvað hina snertir. Og hvernig þessu er varið með
hverja einstaka skepnu, verður sjaldnast séð utan á
henni. Margir líta svo á, að með ákveðnum sýnilegum
ytri eiginleikum fylgi ætíð aðrir, sem ekki sjáist. Það
er t. d. almennt álitið, að mórautt sauðfé sé rýrt, en
grátt vænt, og allir álíta, að af ytra útliti nautgripanna
megi sjá hvað kýr mjólka o. s. frv. Þetta getur stund-
um verið rétt, og oftar, þegar erfðavísirarnir liggja í
sama bogteini (um það síðar), en langoftast er sú skoðun,
sem hér liggur til grundvallar, sprottin af trú, en ekki
þekkingu.
Til að útskýra erfðir tveggja eiginleika, sem liggja
sinn í hvorum bogteini, er bezt að taka dæmi, og skal
ég þá velja rauðan og svartflekkóttan lit hjá kúm.
Andstæðu eríðavísirarnir verða hér rautt og svart.
Maður getur því lika sagt að eiginleikarnir til rauðs og
svarts litar séu andstæðir eiginleikar, enda þótt það sé
ekki eins rétt. Á sama hátt er einlitt og skjöldótt and-
stæður.
Gerum ráð fyrir að annað foreldrið sé rautt, en hitt
svartflekkótt, og auðvitað verða bæði að vera hreinkynja
hvað þessa eiginleika-vísira snertir.
Kálfarnir undan þessum skrpnum yrðu allir svartir
eða kolóttlr, en engir rauðir eða skjöldóttir. Þetta kemur
af því að svait er meira eða minna ríkjandi yfir rauðu,
og einlitur er ríkjandi yfir skjöldóttu. (Skjótt hjá hestum