Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 226
218
BÚNAÐARRIT
Ekki er ómögulegt að veikin geti borizt með fuglum.
Sýkillinn er náskyldur „pastcurella avicida", sem getur
sýkt ýmsar fuglategundir.
Meðgöngutíminn, nefnil. sá tími, sem líður
frá því að kindin tekur sýkilinn í sig og þangað til að
veiki sér á henni, er vafalaust mjög mismunandi langur.
Við vitum með vissu að hann þarf ekki að vera nema
tæpur sólarhringur, og það þótt kindin sýkist með „eðli-
legu“ móti, beint af annari kind. Slík dæmi þekkjum
við frá 2 bæjum í Borgarfhði, þar sem sjúk kind heflr
komizt í heilbrigðan fjárhóp og veikin eftir sólarhring
brotizt út hjá einni eða fleirum í hópnum. Hins vegar
getur meðgöngutíminn líka verið mjög langur, vikur og
jafnvel mánuðir. Allar líkur eru til að kindin geti tekið
sýkilinn í sig að sumar- eða haustlagi og sýkin fyrst
brotizt út á viðkomandi bæ seinni hluta vetrar. En al-
gengasti meðgöngutíminn er sennilega 4 —14 dagar,
miðað við „eðlilega" sýkingu, frá einni kind til annarar.
Lítill vafi er á að mótstöðuafl fjárins ræður mjög miklu
um það, hvort veikin nær sér niðri eða ekki. Sumt fé
virðist vera ónæmt að eðlisfari, annað mjög næmt.
Yfirleitt er eldra fé miklu næmara en yngra. Lömb
virðast vera mjög litið næm fyrir veikinni, því að það
má heita stór undantekning, ef lamb drepst úr henni.
Þau fá yfirleitt hósta, en veiða annars ekki veik. Vetur-
gamalt fé sýkist lítið, sjaldgæft að nokkuð drepist af því,
en þó frekar en lömbin; en mest fer af ám á aldrinum
3 — 6 vetra og þaðan af eldra. Margir segja að veikin
tíni úr elztu og lélegustu ærnar. Hvers konar ill aðbúð
sem er dregur úr mótstöðuafli fjárins gegn veikinni, ill
fóðrun og hvers konar hrakningar sem er, en þó sér-
staklega kuldi. Eftir kuldahryðjur hættir fénu, miklu
frekar en annars, til að veikjast, sömuleiðis eftir böðun,
sem ber að varast, ef þessi veiki er í fénu. Ærnar eru
vafalaust lang-móttækilegastar fyrir veikinni um og rétt