Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 144
136
BUNAÐARRIT
íjöldann vantar gögn í hendur t.il að sanna það, sem
þeir segja. Það er meira eða minna byggt á ágiskun
og verður að takast með varasemi.
Þó má fullyrða, að lömb eru nú þyngri en þau voru
áður en þessi hrútakaup hófust, en að hve miklu leyti
það stafar frá þeim, og að hve miklu leyti frá bættri
meðferð, er ekki hægt að segja.
Þá má fullyrða að féð í Skaftafellssýslunni endist nú
mikið ver en áður. Ærnar verða fyr rýrar, verða fyr að
faDa, og uppyngingarkostnaður er nú meiri en áður.
Enn má fullyrða að féð er stærra og föngulegra nú
og bráðþroskaðra, en hvort þetta allt vegur á móti því
að féð er nú kvillasamara og þurftarfrekara, er ómögu-
legt að segja.
Það er ekki vafl, að út úr þessari blöndu má fá fram
fé, sem sameinar kosti gamla Skaftafellssýslu-fjárins og
Möðrudals-fjárins, en það er ekki létt verk, og ekki öll-
um hent. Vafalítið hefði verið heppilegast að halda
hrausta þurftarlitla Skaftafells-fénu hreinu, og nota þing-
eysku og Möðrudals-hrútana einungis til að fá undan
þeim sláturlömb. Og þeir, sem enn eiga Skaftafells-féð
lítt blandað, ættu að reyna það.
Skýrsla I, er hór fylgir, sýnir mál og þyngd á
meðal-hrút i hverjum hreppi. Á henni sézt líka hver
beztu mál og verstu mál hafa verið. Oft er erfltt að
segja um þetta, því það sem bezt er hjá þessum hrút,
er verst hjá hinum. Málin á beztu og verstu hrútunum
sýna því t. d. ekki mesta og minnsta þyngd í hverjum
hreppi, nema stundum, og ekki heldur mestu eða minnstu
mál t. d. brjóstummál. Til þess að það hefði getað sézt,
hefðu beztu og verstu máhn þurft að vera sitt af hverj-
um hrút, en ekki eins og þau eru í skýrslunni, öll aí
sama einstaklingnum.
Ástæða er til að minna á það hér, sem ég raunar
geri á hverri sýningu, að málin segja aldrei nema nokkuð
um skepnuna, og mega ekki notast ein, til að dæma