Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 72
64
BÚNAÐARRIT
tíma. Þegar aö því kom, aö fara aö festa eiginleikana,
heflr alltaf verið notuð skyldleikarækt.
En skyldleikarækt er ekki hægt að nota til kynbóta,
nema með miklum kostnaði, ef um verulega galla er
að ræða hjá kynstofninum, sem kynbæta á. Það er t. d.
ekki hægt að kynbæta stofn, sem hefir í sér hulinn
erfðavísir t. d. til bæklaðra fóta, nema að eiga það víst
í fleiri ár, að fá fleiri eða færri slik lömb. Og sama
gildir um alla aðra galla, sem ekki sjást í einföldum
skamti, og eru huldir í stofninum. En það er heldur ekki
mögulegt að losna við þá úr stofninum með öðru en
skylaleikarækt. Einungis með henni verða gallaðir ein-
staklingar fundnir, og þá fyrst er hægt að losa sig við þá.
En af því sem nú er sagt, vona ég að menn sjái,
að ekki er allra að kynbæta ákveðinn stofn með skyld-
leikarækt. Til þess að geta það, þarf auk glöggs auga
og góðrar þekkingar, nákvæmar ættbækur og rannsókn
á afkvæmunum, svo að erfða-eðlið sjáist.
Það mun því fara svo enn um langt skeið, að margur
kjósi heldur að halda ákveðnum göllum huldum í stofn-
inum, með fjarskyldleika, en að losa sig við þá með
skyldleikarækt.
En séu ekki hálfdrepandi eða mjög bagalegir gallar í
stofninum, þá á tvímælalaust að kynbæta hann með
skyldleikarækt.
Það, sem því á að gera í sauðfjárræktinni er, að
fylgjast með ætterninu, setja ekki eitt einasta lamb á,
sem maður ekki veit hvernig er ættað. Rannsaka eifða-
eðlið, bera saman reynsluna á ánum og reynsluna á
hrútunum, og velja eftir því undaneldis-skepnurnar,
samhliða því sem tillit er tekið til ytra útlits þeirra.
Reyna skyldleikarækt, og nota hana til kynbóta, ef hún
er fær. Auk galla, sem nefndir eru undir „Drepandi og
hálfdrepandi erfðavísirar*, eru sérstaklega tveir aðrir,
sem bóndinn þá þarf að hafa vakandi auga á, hvort
gera vart við sig eða koma í Ijós. Annar er erfðavisir,