Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 139
BÚNAÐARRIT
131
Fé kom snemma inn í haust, og fór þá strax að verða
vart við lungnadrep hér og þar á landinu, og lítur út
fyrir að það muni á þessum vetri (1929 —1930) ætla
að gera mikinn skaða.
Níels Dungal hefir ráðlagt inngjöf, en hún hefir ekki
reynst vel, og nú (28. janúar 1930) er hann í Borgar-
firði að rannsaka veikina nánar.
Frosið kjöt var flutt út frá Hvammstanga, Blönduósi,
Sauðárkróki, Akureyri, Kópaskeri og Reyðarfirði.
Hrútasýningar bar að halda í Norður-Þingeyjarsýslu,
báðum Múlasýslum og Austur-Skaftafellssýslu. Öllum
oddvitum í þessum sýslum var ritað og tilkynnt, að
þeir ættu völ á að haldin yrði sýning í hreppnum, ef
þeir, eða hreppsbúar vildu, hreppurinn uppfyllti þær
kröfur er Bún.fél. íslands gerir um fjárframlög til sýn-
inganna, og þeir létu Bún.fél. vita. — Oddvitar Prest-
hólahrepps, Sauðaneshrepps, Hlíðarhrepps, Loðmundar-
fjarðarhrepps og Seyðisfjarðar svöruðu ekki. 1 þessum
hreppum kom því ekki til greina að halda sýningu. Frá
Svalbarðshreppi kom ekki svar, fyr en búið var að gera
ferðaáætlun og tilkynna sýningardaga í hvern hrepp,
sem sýningu vildi fá. Þess vegna var ekki hægt að hafa
sýningu þar.
Ég fæ oft hnútur fyrir að hreppar falli úr, og stund-
um vilja menn að ég haldi sýningar í hreppum, sem
ekki hafa svarað, þegar ég er þangað kominn. En menn
verða að skilja, að úr því verður áætlun ekki breytt,
og ég, og við í Bún.fél. íslands, ráðum ekki við það,
hvort við fáum svör eða ekki.
Um hinar einstöku sýningar er lítið að segja:
a. í Kelduneshreppi mættu 30 hrútar og margt manna.
Fyrstu verðlaun fengu: „Gulur“ í Þórunnarseli og
„Húsi“ á Fjöllum. Sá síðartaldi var óvenju ullprúður.
b. í Axarfirði mættu 34 hrútar og margt manna. Fyrstu