Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 104
96
BÚNAÐARRIT
ofanáburður sé notaður. Ef um góðan jarðveg er að ræða,
með sæmilegu efnatökuafli, geymast þau efni, sem jörðin
bindur, frá ári til árs. Ef mikið væri borið undir af
auðleystum áburði, væri þó hætt við að nokkur hluti
frjóefnanna tapaðist burtu, og þá sérstaklega saltpéturs-
sýrusamböndin, sem ekki geta bundist í jarðveginum.
Mundi því heppilegast að bera á nokkuð af torleystum
ábuiði jafnhliða, sem þarf langan tíma til þess að breyt-
ast svo, að hann komi jurtunum að gagni. Væri þá alls-
konar rusl, sem til félli, ágætur undirburður.
En hægt væri að lengja umferðina enn meira á annan
hátt. Ef við hefðum þvag, og notuðum það á graslendi,
mundum við bera það á þær skákir í umferðinni, þar
sem grassprettan væri farin að rýrna, sökum vöntunar
á undirburði. Á þann hátt mætti halda uppskerunni við
i nokkur ár, án þess að bera undir. Samhliða þvaginu
mundi oft vera þörf á fosfórsýruáburði. — Enn þá meira
mætti lengja umfeiðina með því, að nota tilbúinn áburð
á þær skákir, sem gengju úr sér. — Fullvíst má nú
telja að notkun tilbúins áburðar verði algeng í framtið-
inni, og mundi því ekki um aukakostnað að ræða, þótt
hann yrði notaður þannig. Enda er sjrlfsagt að nota
hann á gamla túnið, en halda búfjáráburðinum sem
mest, til nýræktarinnar. — Að þessu athuguðu má gera
ráð fyrir, að ekki mundi þurfa að bera þannig undir
oftar en á 10—15 ára fresti, en þó er ómögulegt að
gera ábyggilega áætlun um þetta, fyr en tilraunir hafa
upp'ýst það. Vinnukostnaðurinn fer náttúrlega aðallega
eftir því, hve löng umferðin má vera. Hin árlega tún-
ávinnsla og hreinsun, eins og hún nú þekkist, mundi
hverfa, og mætti þá leggja þá vinnu, sem þar sparast,
í þá skák, sem tekin væri til meðferðar á hveiju ári.
Það er því alls ekki víst að mikið meiri timi færi til
áburðarvinnslunnar á þennan hátt, ef unnið væri af hag-
sýni og með góðum verkfærum.