Hlín - 01.01.1917, Side 10

Hlín - 01.01.1917, Side 10
X Hlin Lög SambandsfjUags norðlenskra kvenna. Nafn. Fjelagið lieitir Sambandsfjelag norðlenskra kvenna. Fjelagssvæðið. Fjelagssvæði S. N. K. nær yíir Ffúnavatns-, Skagafjarð- ar-, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur. Tilgangur. Tilgangur fjelagsskaparins er að efla saniúð og sam- vinnu meðal kvenna á fjelagssvæðinu. Tilgangi sínum vill S. N. K. ná: 1. ) með því að stuðla að stofnun einstakra kvenfjelaga, sýslu- og bæjarsambandsfjelaga, 2. ) með fundahöldum. Sambandsdeildir. Sambandsfjelagið myndast af einstökum fjelögum og fjelagasamböndum, þar sem konur eiga sæti i stjÓrn. Stjórn. Stjórnina skipa 3 konur, formaður, gjaldkeri og ritari. 3 konur skulu og kosnar til vara. Formaður Itoðar til funda og stýrir þeim, hann er og málsvari S. N. K. ut á við. Þær 3 konur er skipa stjórn, má ekki kjósa sent fulltrúa. Þær konur einar má kjósa í stjórn, er bústað eiga nærri símastöðvum. Stjórnin hefur á hendi framkvæmdir fyrir S. N. K. milli funda. Á hverjum ársfundi gengur 1 kona úr stjórninni, og'skal um leið önnur kosin í staðinn. Fulltrúaráð. Fjelög þau, er gengið hafa í S. N. K., kjósa 2 fulltrúa livert, er sæti eiga á ársfundum.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.