Hlín - 01.01.1917, Side 14

Hlín - 01.01.1917, Side 14
12 Hlin 4. Uppeldismdl. Framsögu hafði: Guðfinna Antonsdóttir, Akureyri. Umræður urðu taisverðar um málið, en engin tillaga samþykt. Áður fundi var slitið þennan dag, skýrði Hólmfríður Pjetursdóttir, Gautlöndum, eftir ósk forstöðunefndar fundarins, frá stofnun og starfsemi kvenfjelaga-sambands Suður-Þingeyjarsýslu. Þennan dag skoðuðu fundarkonur 3 fegurstu blónr- og trjágarða Akureyrar. 5. Heimilisiðnaður og sýningar. Framsögu hafði: Vjedís Jónsdóttir, Litluströnd. Tillaga kom engin l'ram í þessu máli, en kvenfjelög- um og konum yfirleitt var falið málið til umhugsunar og heppilegra framkvæmda. Þingeyskar konur kváðu sveitasýningar í hjeraðinu nyrðra hafa aukið áhuga fyrir heimilisiðnaðinum hin síðari ár. Þennan dag skoðuðu fundarkonur klæðaverksmiðjuna „Gefjun" og útsölu hennar á Oddeyri. G. Hjúahald. Framsögu hafði: Jóninna Sigurðardóttir, Akureyri. Svoliljóðandi tillaga var samþykt í málinu: „Fundurinn vill, að góð samvinna eflist meðal hús- bænda og hjúa og skorar á allar stjettir að vinna að því. Beinir því urn leið að foreldrum öllum í sveitum og kaupstöðum að venja börn sín á hlýðni og starfseini í hvívetna.“ 7. Sambandsfjelagsskapur norðlenskra kvenna. Framsögu liafði: Halldóra Bjarnadóttir, Akureyri. Svohljóðándi tillögur voru samþyktar í málinu: I. „Kvennafundurinn á Akureyri 1914 skorar á norð- lenskar konur að mynda sambandsfjelag sín á milli, til þess að vinna að sameiginlegum framfaramálum sínum.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.