Hlín - 01.01.1917, Side 18
16
Hlín
Alheimsfjelag kvenna, sem stendnr yfir öllurn þessum
fjelagsskap, er nú um 20 ára gamalt og á rót sína að
rekja til Ameríku. Nú eru 20—30 ríki hins mentaða heims
í sambandi þessu.
Fundir eru haldnir 5. hvert ár til skiftis í löndunum.
Hvert landsfjelag greiðir 20 sterlingspund (^360 kr.) 5.
hvert ár í fjelagssjóðinn. Hvert land má senda formann
sinn og 2 fulltrúa á fundi þessa.
Hafa öll lönd, livort sem þau eru stór eða lítil, sömu
rjettindi. Stjórnina skipa 5 konur. Landssamböndin kosta
fulltrúa sína og formenn til fundanna, en alheimsfjelagið
sína stjórn.
Heiðursfjelagar. Lönd þau, er ekki eru gengin í sam-
bandið, mega senda 1 fulltrúa á fundi þessa, til þess að
kynnast fjelagsskapnum (heiðursfjelagar). Þessir fulltrúar
hafa ekki atkvæðisrjett.
Fjelagsskapur þessi allur með undir- og yfirbyggingu
er aðdáunarverður, að því leyti fyrst og fremst, að hann
stjórnast af kærleika til þeirra, sem á einhvern hátt eru
ofurliði bornir í mannfjelaginu, og að hann á hinn bóg-
inn er bygður á mikilli þekkingu á högum kvenna.
Einkunnarorð fjelagsins í heild sinni eru þessi orð
Krists: „Það sem þjer viljið að mennirnir gjöri yður, það
skuluð þjer og þeim gjöra.“
Það væri einkar æskilegt, að íslenskar konur vildu að
einliverju leyti taka sjer þenna fjelagsskap til fyrirmyndar.
Er þær nú hafa fengið fult jafnrjetti við karlmenn, ætti
vel við að koma fjelagsmálum sínum í fast og skipulegt
form. Einangrunin dregur þrótt og þol úr svo mörgum
fjelagsskap.
Norðlenskar konur hafa, sem kunnugt er, efnt til sam-
bands.. Þó það sje enn stutt á veg komið, er það spor
í áttina til kynningar. Það er byrjunin. Islenskar konur
eiga eftir að sameina kraftana. Takist það, má fram-
kvæma eitthvað þarft, sem nú er ógert.
H. B.