Hlín - 01.01.1917, Page 19

Hlín - 01.01.1917, Page 19
Hlín 17 Sambandsmál. Vjer viljum nú gera þau mál nokkuð að umtalsefni, er S. N. K. hefur hal't á stefnuskrá sinni frá byrjun. Heimilisiðnaður. Stofnun og starfsemi „Heimilisiðnaðarfjel. Norðurlands". Nú á síðustu árum hefur mönnum orðið það fyllilega ljóst, að íslenskur heimilisiðnaður er orðinn í mikilli nið- urlægingu og í sumum hjeruðum að mestu gleymdur. Þykir mörgum manni þetta hið mesta tjón fyrir landið. Með aðstoð nokkurra heimilisiðnaðarvina var stofnað fjelag á Akureyri 19. apríl 1915 til eflingar íslenskum heimilisiðnaði. Fjelagið hlaut nafnið „Heimilisðnaðarfje- lag Norðurlands“. Stofnendur voru um 30. Fjelagsmenn nú 78 til og frá á Norðurlandi. Sá er tilgangur fjelagsins.að endurreisa og útbreiða ís- lenskan heimilisiðnað, og að útvega mönnum markað fyr- ir vörur sínar, bæði hjer og erlendis. I september sama ár og ljelagið var stolnað var kom- ið á fót útsölu á heimilisiðnaðarmunum á Akureyri. — Hefur það gefist vel og salan stöðugt aukist. Eftirspurn- in jafnan verið meiri en framleiðslan. Vörur, sem seldar eru í útsölunni, og 1 jelagið hefur ekki sjeð sjer fært að kaupa, eru teknar gegn 10% sölulaunum. Námskeið í trjesmíði, körfugerð og skósmíði hafa ver- ið lialdin á Akureyri tvo undanfarna vetur, og hala þau verið vel sótt. í ráði er nú, að fjelagið hali námsskeið í vefnaði í vetur með tilstyrk konu þeirrar, er fjelagið hef- ur styrkt til nárris erlendis. Efni, sem brúkað héfur verið við námsskeiðið, hefur fjelagið útvegað nemendunum. — Ein af hugsjónum fje- lagsins er að útvega mönnum áhöld og efni, bæði inn- 2

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.