Hlín - 01.01.1917, Side 20

Hlín - 01.01.1917, Side 20
18 Hlin lent og útlent, til að vinna úr, og sjeu jafnan byrgðir af því í útsölunni, þetta hefur enn ekki getað orðið vegna ýmsra erfiðleika. Ennfremur vill fjelagið koma því til leiðar, að heimil- isiðnaðardeildir myndist til og frá á Norðurlandi, er standi í sambandi við fjelagið á Akureyri. Hugsjónir fjelagsins eru margar, en aðalhugsjón þess er að endurreisa íslenska list og hagleik karla og kvenna, kenna mönnum iðjusemi og auka virðingu þeirra fyrir því sem þjóðlegt er og fagurt. Jeg hef heyrt marga segja, að íslenska þjóðin sje listfeng, en það hrós álít jeg að forfeður vorir hefðu fremur átt en vjer. Komi maður á forngripasafnið í Reykjavík, gefst manni kostur á að sjá marga muni listilega unna, t. d. saum- aðar og glitofnar ábreiður, baldýraða og blómstursaum- aða skautbúninga, útskornar hillur, öskjur, skápa og margt fleira, sem hjer yrði of langt upp að telja. Nú er að renna upp ný öld fyrir heimiilsiðnaðinn, og von mín er sú, að gömlu vefstólarnir ogrokkarnir, sem bú- ið er að setja út í liorn hjá öðru skrani, verði bráðlega teknir fram aftur og hafðir í meiri lieiðri en nokkru sinni áður. Akureyri. E. F. Seldir munir á heimilisiðnaðarútsölunni á Akureyri frá 1. januar 1917 til 30. sept. 1917. 271 pör sokkar. 178 — vetlingar. 45 hálstreflar. 55 hyrnur. 29 skyrtur. 4 pör smokkar. 2 peysusvuntur. 2 kvenbúningar. fi kvenpeysur. 74 pör íslenskir skór. 14 langsjöl. Svuntudúkur 10.00. 2 pilsefni. 3 kventreyjur. 8 peysutreflar, ísaumaðir. 3 telpuhattar.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.