Hlín - 01.01.1917, Side 21

Hlín - 01.01.1917, Side 21
Hlin 19 2 kvenkjólar. 2 herðaklútar. 3 upphlutsborðar. 9 pör leistar. Merkistafir fyrir 34.70. 13 barna-og telpukjólar. 16 drengja- og telpuhúfur. 1 kvenpils. 10 millipils. Alls selt fyrir kr. 2.435. 5 sessur og sessuborð. 3 prjónavesti. Vaðmál fyrir 31.00. 4 pör barna prjónabuxur. 1 rúmábreiða 150.00. Ýmislegt: spænir, askar, öskjur, beinheklunálar, bastvinna, burstar, sópar, fingurbjargir, 140.00. Joh. Chirstensen. Hvað á að láta á heimilisiðnaðarútsölu? Þannig spyrja margir, og er eðlilegt að menn spyrji svo, því íslenskur heimilisiðnaður liefir til skamms tíma ekki verið verslunarvara á Norðurlandi, að fráskildum smábandstóskapnum. Allir munu hafa veitt því eftirtekt, að hin síðari árin hafa flestar verslanir flutt inn meira og minna af útlend- um ullarvarningi: nærfatnaði karla, kvenna og barna, klútum, hyrnum, vestum, peysum, húfum, sokkum, smokkum, vetlingum, barnakjólum og treflum, en mjög óvíða hefir sjest íslenskur iðnaður af þessum tegundum í búðum, nema smábandstóskapurinn, sem fáir Islending- ar vilja líta við. — Ef íslenskir iðnaðarmunir hefðu verið á boðstólum jafnframt hinum útlenda varningi, mundi margur liafa kosið þ;i heldur, vegna þess hve hlýir og haldgóðir þeir eru, þó þeir sjeu dýrari í svipinn. Þessir hlutir allir, sem hjer eru taldir, þurfa því jafnan að vera til á heimilisiðnaðarútsölu. Þar að auki þarf Jrar að vera nokkuð af íslenskum dúkum t. d.: nærfatavað- máli, svuntu- og millipilsdúkum, ábreiðu- og gólfdúka- efni, ennfremur skotthúfur, illeppar og snjósokkar. Af ullariðnaði ættum við íslendingar ekki að þurfa að kaupa neitt frá útlöndum, heldur Jrvert á móti miðla öðr- um þjóðum af gnægð okkar. 9*

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.