Hlín - 01.01.1917, Side 22

Hlín - 01.01.1917, Side 22
20 Ulín Talsvert mundi og seljast af hannyrðum, það lrefir reynslan sýnt, bæði í Reykjavík og hjer. Tilbúinn fatnað- ur mundi líka ganga vel út, ef smekkleg er gerðin. Má þar til nefna: nærfatnað, svuntur, brjósthlífar, fnislit hálslín, peysubrjóst, húfur, sauðskinnsskó og inniskó af ýmsri gerð. Þá má og nefna ýmsan iðnað karlmanna: smíðisgripi úr trje, horni og málmi. Gaman væri, ef laghentir menu reyndu að búa til einhver falleg og hentug barnagull; fyrir þau fer árlega álitleg fjárupphæð út úr landinu. I sambandi við það, sem að framan er ritað, má geta þess, að það hefir jafnan þótt best gefast l'yrir þá, sem framleiða vilja heimilisiðnað til sölu, að gefa sig ekki við möjrgu, heldur leggja stund á eiria iðn, því að það verður hverjum að list, sem hann leikur. Það er gleðiefni öllum heimilisiðnaðarvinum, hversu vel salan gengur á þessum tveimur sölustöðum á landinu (Reykjavík og Akureyri). Það var álit margra, að sölustaðir þessir ættu aðeins að vera fyrir útlendinga, og spáðu illa fyrir sölunni, er stríðið hefti för þeirra hingað. En útsalan er einmitt engu síður fyrir landsmenn sjálfa. Og þó þeir sem stendur sjeu knúðir til að nota íslenska iðnaðinn, af því útlendi iðnaðurinn er illláanlegur, þá er það von mín, að þeir, að ófriðnum loknum, hafi lært að virða svo íslensku vöruna, að þeir kjósi hana, þó annað sje í boði. Og að landsmenn á hinn bóginn hafi þá æfst svo í að búa til ýmislegt fallegt og hagkvæmt úr íslensku efni, að það standi því útlenda á sporði að útliti. H. Ji. Skýrsla um vcfnaðarkenslu i Rangárvalla- og Suður-M úlasýdum. í Rangárvallasýslu hefi jeg haldið 3 námsskeið í vefn- aði með alls 17 nemendum. Hið fyrsta var lialdið á Stórólfshvoli haustið 1915,

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.