Hlín - 01.01.1917, Page 29

Hlín - 01.01.1917, Page 29
Hlin 21 íxemur það, sem eykur'tekjur þess og styður að því að auka efnalegt sjálfstæði. Um langan tíma var það álit flestra manna, að lijer á landi gæti ekki um neina arðvænlega garðyrkju verið að ræða, en nú er reynsla fengin fyrir því, að sumar tegund- ir matjurta (kartöflur og gulrófur) má rækta víðast á land- inu með miklum iiagnaði. Tilraunir síðustu ára í Gróðr- arstöðinni á Akureyri og víðar sýna og, að ýmsar fleiri matjurtir þrífast lijer ágætlega. Þeir, sem vilja vita hverjar þær tegundir eru, geta sjeð jrað í Ársriti Ræktunarfjelags Norðurlands. Nú eru erfiðir og alvarlegir tímar, afarmiklir örðugleik- ar á því að fá nauðsynjavörur inn í landið; aldrei er Jrví meiri þörf en nú að leggja stund á að framleiða sem mest í landinu sjálfu, taka sem flest hjá sjálfum sjer. Þarfirnar útheimta meiri framleiðslu, Jrví ef enn meira þrengir að með samgöngurnar, getur orðið alger skort- ur á ýmsum vörutegundum. Ef nóg væri af mat-jurt- uni í landinu, gætu þær að miklum mun bætt úr korn- matareklunni. Og þó engin vandræði stæðu fyrir dyrum, þá er annað, sem mælir með aukinni garðyrkju. Tíðarand- inn heimtar nú orðið miklu meiri fjölbreytni í matarhæfi en áður, fjölbreytni, sem ekki verður annarsstaðar fremur fengin en úr jurtaríkinu. Því er líka haldið fram af vitrum mönnum og lærð’um, að það sje ekki eingöngu næringar- magn matjurta, sem gefi Jreim gildi, lieldur einnig áhrif þeirra á aðrar fæðuteglindir. Hagurinn við að nota Jxer, verður Jrví bæði beinn og óbeinn. Víða með sjó fram lief jeg sjeð stórar dyngjur af margra ára gömlu Jrangi, og á sömu stöðvum Jrykk lög af skeljasandi, hvortveggja ágætisefni til að blanda saman við í garða. Stutt frá sjónum standa bæir, en Jrar sjást engir garðar. Ol’t sjást heima við bæi stórir, gamlir ösku- haugar og bæjarrústir, hvortveggja til stórrar óprýði, en á hinn bóginn Lil stórra nota, ef [rað væri jafnað við jörðu, blandað rjettilega og búinn til úr því garður.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.