Hlín - 01.01.1917, Side 32

Hlín - 01.01.1917, Side 32
30 Hlin moldinni, og teygja sig upp í ljósið og ylinn. Þá stund- ina er lífið bara birta og gleði. Þetta síðasta sumar hefur verið óvanalega kalt og stutt. Víða til sveita munu kartöflugarðar liafa komið að 1 i11 - um notum i ár, frostnætur komu og skemdu kartöflu- grasið á miðjum vaxtartímanum, en ekki tjáir að örvænta þó illa tækist til í þetta sinn, næst gengur alt betur. — Veturinn kom hingað óvænt og of snemrna, að manni virðist. Allur lágur gróður liggur undir fönn, en trjen standa með visnu laufi, frostvindurinn skekur þau harð- neskjulega, þau höfðu ekki tíma til að fara úr sumarföt- unum, mörgum þeirra verður því kah í vetur. F.n nú, þegar kuldinn og harkan ríkir, langar mig til að líta til baka og minnast þess liðna, þegar sumarið hjeit innreið sína. Björkin varð fyrst í fötin, hún þekkir og kann íslenska loftslaginu betur en flest önnur trje, eftir láa hlýjudaga stóð hún alþakin ljetta, ljósgræna laufinu, og fínum smágerðum blómröklunum, og stráði blóm- duftinu í allar áttir. Iikkert trje minnir eins á æskuna og björkin, svo ljett og hlý og vongóð rjettir hún út grein- arnar, breiðir út limið og ilmar svo þægilega. Næst kom reynirinn. Hægt fór hann og að engu óðs- lega, eins og hann fyndi á sjer, að enn væri ekki góð- viðrinu að treysta, en loks stóð hann þó alklæddur og þróttmikill, og um miðsumar þakinn gulhvítum, ilmandi blómum. Barrtrjen voru seinust, en eltir hálfsmánaðar góðviður stóðust þau^kki lengur. ,,KnopjDskelin“ sprakk og olurlítill, gulgrænn sprotaendi stakk út höfðinn. Greni- trjen eru sjerstaklega falleg um þennan tíma, ungu sprot- arnir, sem eru ljósgrænir, stinga svo í stúf við dökk- græna barrkrónuna. Gangi jeg um garðinn eftir sólsetur, linst mjer sólgeislarnir hafa orðið eftir og fest sig á greinum grenitrjánna, það lýsir af ungviðnum. Mjer dett- ur í hug Maríubarnið, sem drap fingrinum í himinljóm- ann, og gullsliturinn varð ekki þveginn al'. Og gullregnið, enginn gleymir því, sem einn sinni hefur sjeð það í sínu

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.