Hlín - 01.01.1917, Page 33

Hlín - 01.01.1917, Page 33
Hlin 31 fegursta skrúði. Trjeð er ennþá fallegra sjálft en nafnið þess. Lágvaxið er það að vísu með marggreindum stofni, en með stórgerðu, ljósgrænu laufi og sterkgulum hrynj- andi blómklösum, svo skrautlegt í sumardýrðinni að undrun sætir. jeg nefni ekki fleiri úr flokknum, en jeg minnist þeirra allra og gleð mig við tilhugsunina um Jrau, rneðan veturinn er að Hða. Gróðrarstöðinni, 12. október 1917. Guðrún Björnsdóttir frá Veðramóti. Garðyrkjundmsskeiðið n Freyjubóli. Jeg hrekk upp við bjölluhljóm. Hvað er þetta? Er mig að dreyma? Er verið að hringja í kirkjuna? Jeg opna aug- un og lít í kringum mig. Nei, ekki er jeg í kirkju, en hvar er jeg? Jeg kannast ekki við þessa veggi. Jeg rís upp og lít út um gluggann. hað er bjart og fagurt veð- ur; sólin er að gægjast inn á milli greinanna á trjánum og runnunum, sem jeg sje út unr gluggann, til að vita, hvort hún finni hvergi blaðknapp, sem ekki vanti annað en einn koss frá henni, til að springa út. Nú veit jeg hvar jeg er. Jeg er í „Gróðrarstöðinni við Akur- eyri“. Nýkomin þangað til að læra garðyrkju. Klukkan er hálf sjö og stóru bjöllunni liefur verið liringt til Jress að vekja okkur. Það var hljómur hennar, sem vakti mig. Jeg flýti mjer á fætur og ofan í borð- stofu. Þar standa rjúkandi kaffikönnur og hrokaðir brauð- diskar, og fólkið er óðum að tínast inn. Við bjóðum „góðan dag“, spjöllum um góða veðrið og hressum okk- ur á morgunkaffi. — Nú hljómar bjallan aftur, og nú veit jeg vel, hvað það á að þýða. Nú er kl. sjö, og við eigum öll, 12 í hóp, að fara út og taka til starfa, hjálpa náttúrunni til að gera sem fegurst og þroskamest i kringum okkur. Við söfnumst öll á einn stað, úti við

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.