Hlín - 01.01.1917, Page 38

Hlín - 01.01.1917, Page 38
Fyrsta íjelagið er hjúkrunarfjelagið „Hlíf“ á Akureyri, stofnað 4. febrúar 1907 af aðeins 8 konum. Þykir hlýða að fara hjer nokkrum orðum um fjelagið og starfsemi þess, því flest hafa hin önnur hjúkrunarfjelög hagað starfi sínu eitthvað líkt. Það, sem aðallega vakti lyrir stofnendunum, var að fjelagið hjálpaði fátækara fólki með hjúkrun í heimahús- um, er sjúkdóm bæri að höndum, því aðhlynningu er oft mjiig ábótavant undir þeim kringumstæðum, bæði vegna þekkingarleysis og tíma- og efnaskorts. Fjelagið rjeð því þegar á 2. ári fasta hjúkrunarkonu. Það geldur henni kaupið, en þar sem hún hjúkrar hjá fátæku fólki, gerir ljelagið það endurgjaldslaust, þeir sem hafa nokkur efni borga eftir ástæðum. En brátt kom það í ljós, að ein hjúkrunarkona fullnægði ekki, og rjeðist því fjelagið í að taka aðra á síðastliðnu vori, hafa þær báðar yfrið nóg að starfa. Auk þess sem hjúkrunarkon- urnar veita þeim sjúku þjónustu sína, annast þær heim- ilisverkin, að svo miklu leyti, sem þær geta, og þar sem þess þarf’ við. Sjerstaka umönnun hefur fjelagið veitt fá- tækum sængurkonum, sem auk hjálpar og hjúkrunar hafa fengið mjólk og mat frá fjelaginu, og oft fatnað að láni eða gjöf. Ein grein starfsemi fjelagsins er aðhlynningin að fá- tækum einstæðingsgamalmennum. Vitjar hjúkrunarkon- an iðulega um þau og gerir vistlegt í kringum þau, ef þau eru þess ekki megnug sjálf, en fjelagið gefur þeim mjólk og mat að einhverju leyti, eins og svo mörgum öðrum fátækum, veikluðum og veikum. Fjelagið hefur ráð á vökukonu, er það lánar til sjúkl- inga, er þörf gerist. Fjelagið á talsvert af nauðsynlegum hjúkrunartækjum. Á jólum hefur fjelagið sent öllum sjúklingum á sjúkra- húsi hjeraðsins einhverja gjöf, og fyrir tilhlutun þess, er þar haldin guðsþjónusta um hátfðirnar. Það hefur verið blessun í búi hjá fjelaginti, svo margt

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.