Hlín - 01.01.1917, Page 42

Hlín - 01.01.1917, Page 42
40 Hlin og nemendur oft saman við ljetta handavinnu. Þá las ein hátt fyrir alla til fróðleiks og skemtunar. Kennari við skólann var, auk undirritaðrar, ungfrú Guðrún Jóhannesdóttir frá Auðunnarstöðum í Víðidal. Lækjanióti 3. sept. 1917. Jónina S. Lindal. Húsmceðraskólinn á Isafirði. Skólinn er stofnaður af kvenljelaginu ,,Ósk“ á ísáfirði, eða rjettara sagt af formanni þess, frú Cam. Torfason. Hann tók til starfa 1. oki. 1912. Allir nemendur hal'a lieimavist, livort heldur þeir eru búsettir utan kaupstaðarins eða í lionum, Skólinn rúmar 12 nemendur. Skólatíminn er 8 mánúðir, frá 16. sept. til 14. maí. Tímabilinu er skift 2 námsskeið, er starfa 4 mánuði hvort. Kenslan er bæði verkleg og bókleg. Verklegt er kent: Matreiðsla, brauðgerð, meðferð á slátri, niðursuða, þvottur og meðíerð hans, ræsting herbergja og ljerefta- saumur. lfóklegt er kent: Næringarefnafræði, hjúkrunarfræði, lteilsufræði, bú- reikningar, efnablöndun fæðunnar og garðyrkja. Hver nemandi hefur greitt 86 kr. um mánuðinn lyrir húsnæði, fæði, kenslu og þvott. Skólinn hefur verið styrktur af opinberu I je, bæði úr landssjóði og sýslusjóðum, einnig hefur hann notið styrks úr bæjarsjóði Ísaíjarðar. Tekjur hans hafa þannig orðið um 1600 kr. á ári undanfarandi ár. Skólinn leigir hús. Kenslukraftar hafa verið hinir sömu við skólann frá byjrun. Forstöðukona undirrituð, og 2 tímakenslukonur, frk. Guðrún Tómasdóttir, er kent hef-

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.