Hlín - 01.01.1917, Side 49
Hliu
47
slímhimnubólgu í maga og görnum, sem orsakast aí
ákveðnum bakteríum. Venjulega er kvefið takmarkað í
görnunum og lýsir sjer með niðurgangi, en stundum er
einnig bólga í magaslímhúðinni og fylgir þá einnig upp-
sala. Bakteríurnar, sem valda iðrakvefi, berast til heil-
brigðra úr því sem gengur upp og niður af sjúkling-
unum. Ef ekki er gætt rnikils þrifnaðar, er hætt við að
bakteríurnar berist í mat og drykk, einkum mjólk og
vatni, og sýkjast menn þá af að neyta þeirra hluta. Þeg-
ar iðiakvef gengur á heimili, er öllum gestum, senr að
garði koma, hætt við sýkingu — bæði við að snerta heim-
ilismenn og ekki síður við að neyta þar matar og diykkj-
ar.
Ráðin gegn sýkingu er því svipuð og við venjulegu
kvefi: varast þau heimili, þar sem iðrakvef gengur, og
heimilisfeður þar eiga að gera gestum aðvart um að sú
sótt sje að ganga; neyta þar ekki neins eða þá aðeins
soðinnar fæðu — og ekki að gleynra því að kossar og
handabönd eiga mikinn þátt í útbreiðslu þessarar sóttar
eins og fleiri annara.
Stgr. Matthiasson.
Fjósið.
Með því að hin heiðraða ritstjórn Ársritsins ,,Hlín“
hefur farið þess á leit við mig, að jeg ritaði nokkur orð
um fjósið, þá ætla jeg hjer að sýna lit á því; þó mega
menn ekki búast við neinum nýmælum, því „ekkert er
nýtt unlir sólinni", segir máltækið, og mun mönnum
sýnast það satt og rjett, að minsta kosti þegar um fjós-
ið er að ræða.
* #
#