Hlín - 01.01.1917, Side 55

Hlín - 01.01.1917, Side 55
Hlín 53 jeg sá kolaskipið fermt og það um leið, livernig menn af hugviti sínu geta lært að hafa tiltölulega lítið fyrir því, sem er í raun og veru erfitt. Eins var um afgreiðslu í öllum búðum og á skrifstof- um, það er ólíku saman að jafna lipurðinni og viðmót- inu þar eða hjer. Þar sást enginn stirðbusi í búð, sem sagði máske, að þetta eða hitt væri ekki til, af því hann vissi þá ekki um það og nenti ekki að gá að því; eða skrifstofuþjónn, sem gerði það eins og af náð og misk- unn að tala við þá, sem afgreiðslu þurftu; en við þess- konar könnumst við Jdví miður ltjeðan að heiman. Sam- ræmið í öllu umferða- og fargagnakerfinu og stundvís- ina, sem því er samfara, er ekki hægt að bera saman við neitt hjer heima, Jrví Joar er svo ólíku saman að jafna; en ekki veitti okkur Islendingum af að eignast eitthvað, sem neyddi okkur til að vera stundvís, líkt og t. d. járnbrautirnar hafa gert við fólkið ytra. Og livað gróðrinum viðvíkur, Jiá vildi jeg aðeins óska þess, að allir Joeir sem heimili stofna á íslandi, mættu í æsku sinni búa uin tíma á fallegu lieimili skamt frá Edin- borg, þá mundu þeir gera meira, en nú er, til að prýða heimilin sín að utan. Jeg minnist ekki að hafa nokkurs- staðar í kringum Edinborg sjeð svo ljelegan daglauna- mannskofa, að ekki væru blóm gróðursett þar úti fyrir. Hugsið ykkur snöggvast, að J)ið sjeuð komin með mjer til Edinborgar, og jeg skal fara með ykkur út að heim- ilinu, sem jeg dvaldi á 3 mánuði um sumarið. Við för- um af stað rjett við fegurstu götu borgarinnar, „Princes Street". Okkur er óhætt að líta ögn í kringum okkur, Jrví við getum fengið vagn annan hvorn klukkutíma allan daginn. Við erum hjer um bil fyrir miðju götunn- ar, og ef við snúum okkur að henni, sjáum við hinum megin við hana stórkostlegar byggingar, allar úr steini áuðvitað og allavega prýddar. Flest eru J)etta búðir, skrif- stofur og J)ví um líkt, en sárfá íbúðarhús. Þar gæti ekki búið nema ríkt fólk, en Jrað vill ekki búa þar. Það vill

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.