Hlín - 01.01.1917, Side 57

Hlín - 01.01.1917, Side 57
Hlin álíka breið og vanaleg akbraut hjer á landi og önnur eins við húsin. Þæ reru eingöngu ætlaðar gangandi mönn- unt, en svæðið á milli þeirra hinum, sent ferðast öðru- vísi en gangandi. Það svæði er svo breitt, að 8 bílar gætu vel ekið þar í einu, hlið við hlið. Þarna í götunni, eins og reyndar víðast, verða menn að ganga og aka eftir alveg föstum regium, því annars verða árekstrar eða jafnvel slys. En nú skulum við stíga inn í mótorvagninn, sem á að flytja okkur út úr borginni. Það er eins og við komum inn í allstóra stofu aflanga, þar sem ekkert er nema setubekkir, flestir fullir al fólki. Við náum þó í sæti á einum ltekknum og horfum út. Það er hægðarfeikur, því að hliðarnar eru allar tmgleri. Brátt.heyrum við að mót- orinn ler að hreyfast og rjett á eftir er vagninn kominn af stað. Fyrst fer hann eftir ýmsum götum borgarinnar, en fljótlega sjáum við, að við erura komin út úr borg- inni, því húsin eru altaf að verða strjálli, en garðarnir, akrarnir og engin víðáttumeiri og mannaumferðin og skarkalinn minni. Þó er vegurinn sjaldan mannlaus, þeg- ar við líturn út. Þarna fer nú til dæmis mjólkurpósturinn, en við erum nú undir eins komin fram hjá honum. Hann er með fullan vagn af mjólkurfötum, stórum og smáum. Þær minstu taka máske ekki nema mörk, eú sú stærsta líklega tugi potta. Hann á heima lítið eitt lengra frá borg- inni en við ætlum, og hefur farið af stað að lieiman kl. 6 um morguninn. Þá var heimilisfólk Iians, og máske hann sjálfur, búið að vera eina tvo tíma að mjólka kýrnar. Hann hefur einn latan liest fyrir kerrunni, enda má hann ekki fara hart, og þarl' víða við að koma. Hann neinur staðar lijá flestum húsunum, tekur eina litlu fötuna og skilur hana eftir við hliðið. Heldur svo áfram að næsta húsi og svo koll af kolli, uns allar litlu föturnar eru búnar, en þá er hann líka kominn inn í borgina og held- ur nú beina leið til mjólkurbúðarinnar, þar sem. stóru föturnar eru losaðar. I þá sömu búð koma líka smjör-

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.