Hlín - 01.01.1917, Side 66

Hlín - 01.01.1917, Side 66
04 Hlin lendingar verði dýrðlegir með útlendri þjóð, takmarkið er að íslenska þjóðin verði stórþjóð á íslandi. Kristbjörg Jónatansdóttir. Frá Alþingi 1917. Málefni, sem konur varða. Lög um stofnun húsmccðraskóla á Norðurlandi. 1. gr. Húsmæðraskóla skal stofna í grend við Akureyri. Skal hann veita konum þá kunnáttu, sent nauðsynleg er hverri húsmóður og gerir hana færa um að gegna vel stöðu sinni. Skal búskapur rekinn í sambandi við skólann. 2. gr. Skólinn skal rúma 40 heimavistir og kenslustofur fyrir alt að 50 nemendur, auk íbúðar forstöðukonu og þjón- ustufólks, svo og geymslu fyrir matvæli, eldsnevti o. fl. Hann skal bygður úr steinsteypu eftir uppdrætti.er stjórn- arráðið samþykkir, og útbúinn með nýtísku tækjum til matreiðslu, hitunar, lýsingar og ræstunar. 3. gr. Skólanum stýrir forstöðukona, er tekið hefur próf í þeim kenslugreinum, er 4. gr. ákveður. Hún ræður kenn- ara með samþykki skólanefndar, er stjórnarráðið skipar. 4. gr. Námsgrei nar eru: A. Verklegar: Matreiðsla allskonar, og sje sjerstök áhersla lögð á

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.