Hlín - 01.01.1917, Side 77

Hlín - 01.01.1917, Side 77
um. En komi það fyrir, þá tekur ferjumaðurinn honum alvarlegar en ella; og svipur hans spáir þeim manni frem- ur óskemtilegri ferð. Þannig hafði staðið á eyjunni þegar um langa æfi. Margir mannsaldrar vorti komnir og aftur liðnir á þenn- an hátt; og enn vitjuðu ávalt eyjarinnar, og viku aftur burt frá henni, hinar undarlegu ferjur. Kynlegar sögur höfðu að vísu lengi gengið um þess- ar ferjur á meðal eyjarbúa; en af því að enginn þeirra hafði neinn vissan fót fyrir sjer, þá gátu þær ekki hugg- að til hlítar þá, sem liarmandi stóðu eftir á eyjunni, þeg- ar þeir áttu ástvinum á bak að sjá. Hver efinn og óviss- an á fætur annari gerðu þeim órótt í liuga; og flestir biðu með skelfingu komu hins alvarlega og aldraða ferju- manns. Þá koní loksins einu sinni á land í eyjunni úr ferju brosleita mannsins útlendingur einn; hann tók sjer þar herbergi, eins og aðrir, en var þeirn öllum frábrugðinn í athöfnum og athæfi. „Jeg þekki,“ sagði hann undir eins og hann gat gert sig skiljanlegan fyrir eyjarbúum, „jeg þekki vel staðinn, hvaðan jeg er kominn; líka veit jeg — jregar stund mín er komin — hvert jeg fer. Herra eyjar yðar og verald- arhafsins sendi mig til yðar — það eru líka sendiboðar frá honum, ferjumennirnir, sem flytja vður hingað, og kalla yður aftur í burtu. — Hann vill ekki, að þjer hræð- ist lengur lerðalagið yfir hinar dimmleitu öldur með al- varlega ferjumanninum; rniklu heldur skuluð þjer óhræddir og glaðir bíða komu hans eftirleiðis. Takið Jress vegna eftir því, sem jeg segi yðixr: Lítið þarna upp í him- inhvolbð, og skoðið dílana litlu, senr ljóma þar uppi. Það eru eyjar, líkar yðvarri, en stærri, fallegri, frjósamari, dýrðlegri. Yfir þeim öllum — og hver getur talið þær? — og yfir gjörvöllu hafinu ræður voldugur konungur, herra minn og herra yðar. Langt í burtu í ómælanlegri Ijarlægð situr hann sjálfur í ljómandi höll á dýrlegustu

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.