Hlín - 01.01.1917, Page 79

Hlín - 01.01.1917, Page 79
Hlín 77 ferjumaðurinn gamli tók brosandi í hönd hans, eins og þeir væru gamlir kunningjar, og leiddi hann að ferjunni, sem liinn stje glaður upp í. „Lifið vel!“ kallaði hann Joá, er jreir ýttu frá landi; „jeg fer nú aftur til hans, sem mig sendi, og bíð þar eftir öllum góðum innbúum eyjarinnar. En ekki reiðist jeg yð'ur, sem ekki vilduð kannast við mig; miklu heldur ætla jeg að biðja konunginn að fyrirgefa yður, og svipta ekki náð sinni af yður.“ Margar aldir eru nú liðnar síðan að þetta gjörðist; en altaf blómgast og blessast meir og meir minning þessa útlendings — æ skærar og skærar skína fyrir augum eyjar- búa hin gulllegu spjöld, og hinir trúuðu eigendur þeirra horfa með fögnuði á bát ferjumannsins, sem flytur þá jrangað, er hinn ástríki og hógværi útlendingur sagði þeim fyrir. Nýársgjöf sjera Stefáns Ólafssonar í Vallanesi til Guðríðar litju Gísladóttur. G. var dóttir Vísa-Gísla á Hlíðarenda, hún giftist síðar Þórði Þorlákssyni í Skálholti. (Brot). Forsmáðu aldrei flíkum vafðan, heldur aumka þig yfir þurfalýð, í lófa Krists lögð er ölmusa, því fátæks manns hönd er fjehirsla drottins. ekkert er betra en iðkun í góðu, list af leik framin líður burt sem ryk, en námgirni not staðföst ljær. Margt kepstu nema lil munns og handa, Hvíld liæfileg hreyfir kröfum manns, en oímikil alt megn slekkur.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.