Hlín - 01.01.1917, Page 81
Tilin
79
sitja í sessi
með silfurbjarta nál
í kvistu góma
og krota allan saum.
Falda fannhvítt lín,
föt að skera,
kraga að krúsa,
koma hadd í lag,
semja söðlaþing,
sessu, áklæði,
borða að vefa
og bönd spjöldum.
Tjöld ljóstim lit
löng að prýða
með furðu fáránleg
l'arfa skifti;
krosssaum og pells
kasta í þjettan tvist
augna og refilsaum,
einnig sprang og glit,
Urskurð, allan vef
með írskum saurn,
úrrak og flest flúr
við fald að leggja,
alt ullarverk
og prjónalist,
línhærðan lagð
lita á margan hátt.
Nú hef jeg af flestu
fátt upp talið,
bið jeg þín auki list
það orðin brestur.
og að alt hnígi
til æru og dýrðar.
þeim er þig hcfir leyst,
en þjer til sóma.
I-Ionum fel jeg þig
með holdi og beini,
blóði, brjóstæðum,
böndum liða,
sál og sinni,
sýn, máli, heyrn,
ilmingu, áþreifttn
og bergingu.
Allri hræringu,
instu lífs kröftum
og aldurs auka
með árinu nýju.
hann þjer sendi
sveit sinna engla,
sem um alla tíð
yfir þjer vaki.
En þá önd skilur
við hið auma hold
og lítið lykst
ljós veraldar,
beri þig á höndum
í birtu þá,
sem er eilíf dýrð
og ununarljómi.