Hlín - 01.01.1919, Blaðsíða 53
Hlin
53
efni stendur heimurinn í stað, því það getur hún enn,
eins og hún gerði áður en heimsmenningin byrjaði.
Maðurinn hefur tekið að sjer iðnaðinn, farið með hann
út í heiminn og endurbætt hann, nema það, sem konan
heldur ennþá í. Hvernig mundi skófatnaðurinn vera,
ef hver og einn saumaði lianda sjer, og skósmiðir væru
ekki til? Hvernig mundu húsin vera, ef hver maður bygði
sitt eigið hús? Eða hattarnir, eða bækurnar — svo tekið
sje af handahófi? Það sem ennþá er unnið á heimilun-
um stendur í stað, og eru til þess margar orsakir, t. d.
það, að konan vinnur aðeins fyri rsína fjölskyldu út af
fyrir sig.
Framfarir hafa orðið þar, sem heimilin hafa orðið fyr-
ir áhrilum heimsmenningarinnar. Hvernig mundi fara, ef
við nú á tímum þyrftum að búa til öll okkar húsgögn
og jjhöld eins og fyr á tímum? Ætli þrifnaðinum yrði
þá ekki ennþá meira ábótavant? Berunt áhöldin, sem
við nú höfum og getum.keypt í búðunum, saman við
þann eina pott, sem til var á heimilinu hjá villiþjóðun-
um, forfeðrum okkar. Hann var notaður til alls, að sjóða
í mat, þvo úr þvott o. s. frv. Á þeim samanburði getum
við gert okkur hugmynd um mismuninn á heimatilbún-
um og heimstilbúnum munum.
Af giftum konum í Ameríku er það aðeins ein af tíu,
sem hafa nokkra hjálp við hússtörfin. Hjer í Evrópu er
ekki eins illa ástatt, en þó er það mikill meiri hluti allra
giftra kvenna,- sem neyðast til að gera verkin sjálfar, og
altaí aukast erfiðleikarnir við hjúahaldið. Mönnum hættir
til að meta ekki þetta starf að verðleikum, en nú skul-
um við athuga, hvort þessar konur muni ekki hafa nóg
að gera.
Það er þá maturinn fyrst og fremst, að búa hann til
og bera hann fram, þvo 'upp og hreinsa til — alt þetta
tekur að minsta kosti 6 tíma á dag. Þá koma þvottadag-
arnir, sjerstakir dagar þegar þarf að baka, gera hreint
og sljetta lín. Sumar konur hafa líka sjerstakan dag til