Hlín - 01.01.1919, Blaðsíða 73
eins og hún stafaði frá ósýnilegeu syngjandi skýi. Jeg
kannaðist við þessa einkennileg suðu. Það voru býflug-
urnar, liinar iðjusömu býflugur, sem voru að safna hun-
angi úr óteljandi hvítum og rauðum apaldursblómum.
„Villibýflugan kemur líka til mín á hverjum morgni,
systir, til þess að heimsækja blómhnappana mína.“
„Hvernig syngja fuglarnir þínir?“
Konan með þýðu röddina veifaði hendinni. Fyrst kom
starrinn. Hann settist í hárið á lienni. Hann blístraði í
löngum lotum og baðaði vængjunum í sífellu af tómum
fögnuði. Svo kom þrösturinn. Hann söng svo hátt, að
undir tók í ölluni garðinum. Og bókfínkuhjónin komu
út úr liminu á ljósleita, fína birkitrjenu, þar sem þau
höfðu bygt sjer indælt, lítið hreiður — þau sungu svo,
að unun var á að hlýða. Og bláigðan kom í hendings-
kasti — jafnvel tittlingarnir kvökuðu líka.
„Svona rnarga söngfugla á jeg ekki,“ sagði konan með
pílviðinn, „en skógarþrösturinn hefur einu sinni bygt í
hári mínu — því gleymi jeg aldrei — og á hverju kvöldi
lieyri jeg spóann vella og svanasönginn á heið'i. Þá er æð-
arfuglinn vanalega sofnaður við fætur mína.“
„Sefur æðarfuglinn við fætur þína?“
Konan með apaldurrblómin leit undrandi á gest sinn.
„Jeg lief aldrei heyrt hann nefndan fyr.“
„Þá get jeg sagt þjer það, að þar sem jeg bý er hann
í hávegum hafður.“ Konan nreð pílviðinn í hárinu varð
áköf. „Æðarfuglinn er svo fjelagslyndur, að hann býr
hundruðum, já, þúsundum saman á hverri eyju. Jeg segi
þjer satt, að maður lærir margt af sögunum þaðan. Á
meðan hann liggur á hefur hann varðlið — kríurnar.
Þegar ránfuglarnir nálgast til að ræna, reka þær þá á
brott með hvössu nefjunum, hugdirfð sinni og gargi.
Jafnvel mennirnir halda hlífiskildi yfir æðarfuglinum.
Þeir vaka yfir honum á nóttunni, til þess að skjóta refinn
ogörninn, þegar þeir koma til að herja. Spurðu hann, sem