Hlín - 01.01.1919, Blaðsíða 64

Hlín - 01.01.1919, Blaðsíða 64
G4 Hlín mörgu nöfn loða við þær: ungfrú, fröken, húsfreyja, frú, jómfrú, jungfrú, ekkja, ekkjufrú, stúlka, kona. Eitthvert af þessum nöfnum verður að velja í hvert sinn, er rita þarf utan á umslag til einhverrar konu. Það er oft vandi að velja. Sje konan ókunn, þarf að grenslast eftir föng- um um hag hennar og lífsferil, áður en brjefið er sent, og margar konur, sem við þekkjum, eigum við harla bágt með að ávarpa svo vel sje, svo hvorki þeim sjálf- um nje öðrum finnist þeim misboðið. Oft er þeim líka stórum misboðið í þessu tililti. Konur, sem mist hafa menn sína, eru t. d. mintar á einstæðingshátt og missir á hverju sendibrjefi, er þær fá. I>ær beita ekkjur eða ekkjufrúr. Rosknar konur ógiftar eru nefndar ungfrúr eða ungfreyjur og gárungarnir lesa auðvitað glottandi utan á umslögin. Og hverri konu, sem þjóðleg vill vera, er líka fyllilega misboðið með út- lenda orðskrípinu „fröken“. Vinnukonur í sveit eru oft skrifaðar „stúlkur“, einkum sjeu þær farnar að eldast og hafi átt börn. Hvað ætti líka að skrifa þær annað? Eða giftar konur í vinnumennsku eða búlausar? Þær eiga eng- um húsum að ráða, og þeiin verður að velja annað * vandræðaávarpið til: ,,kona“. Hugsum okkur bóndadóttur, sem heima í föðurhús- um er skrifuð „ungfrú“ eðá „ungfreyja". Nú dvelur hún vetrarlangt í Reykjavík og heitir þá úr því „fröken". Svo giftist hún, en er búlaus heima fyrsta árið. Þá verður að skrifa utan á til hennar: „konan““. Þá fer luin að búa á næsta bæ og má þá nefnast „húsfreyja". Ef þau hjónin skyldu svo bregða búi og flytja til Akureyrar, er hún auðvitað ,,frú“. Missi hún svo manninn er hún „ekkju- frú“, og ef luin flytur þá aftur heim í átthagana verður hún nefnd „ekkja“. Hugsum okkur, að hún geymdi sendibrjefin sín öll í sömu skúffunni. Það væri ekki sama ávarpið á þeim. En bróðir liennar aftur á móti, sem gengið hefði gegnum eitthvað svipað í lífinu, han hefði haft óbreyttan herratitil sinn frá fermingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.