Hlín - 01.01.1919, Page 64

Hlín - 01.01.1919, Page 64
G4 Hlín mörgu nöfn loða við þær: ungfrú, fröken, húsfreyja, frú, jómfrú, jungfrú, ekkja, ekkjufrú, stúlka, kona. Eitthvert af þessum nöfnum verður að velja í hvert sinn, er rita þarf utan á umslag til einhverrar konu. Það er oft vandi að velja. Sje konan ókunn, þarf að grenslast eftir föng- um um hag hennar og lífsferil, áður en brjefið er sent, og margar konur, sem við þekkjum, eigum við harla bágt með að ávarpa svo vel sje, svo hvorki þeim sjálf- um nje öðrum finnist þeim misboðið. Oft er þeim líka stórum misboðið í þessu tililti. Konur, sem mist hafa menn sína, eru t. d. mintar á einstæðingshátt og missir á hverju sendibrjefi, er þær fá. I>ær beita ekkjur eða ekkjufrúr. Rosknar konur ógiftar eru nefndar ungfrúr eða ungfreyjur og gárungarnir lesa auðvitað glottandi utan á umslögin. Og hverri konu, sem þjóðleg vill vera, er líka fyllilega misboðið með út- lenda orðskrípinu „fröken“. Vinnukonur í sveit eru oft skrifaðar „stúlkur“, einkum sjeu þær farnar að eldast og hafi átt börn. Hvað ætti líka að skrifa þær annað? Eða giftar konur í vinnumennsku eða búlausar? Þær eiga eng- um húsum að ráða, og þeiin verður að velja annað * vandræðaávarpið til: ,,kona“. Hugsum okkur bóndadóttur, sem heima í föðurhús- um er skrifuð „ungfrú“ eðá „ungfreyja". Nú dvelur hún vetrarlangt í Reykjavík og heitir þá úr því „fröken". Svo giftist hún, en er búlaus heima fyrsta árið. Þá verður að skrifa utan á til hennar: „konan““. Þá fer luin að búa á næsta bæ og má þá nefnast „húsfreyja". Ef þau hjónin skyldu svo bregða búi og flytja til Akureyrar, er hún auðvitað ,,frú“. Missi hún svo manninn er hún „ekkju- frú“, og ef luin flytur þá aftur heim í átthagana verður hún nefnd „ekkja“. Hugsum okkur, að hún geymdi sendibrjefin sín öll í sömu skúffunni. Það væri ekki sama ávarpið á þeim. En bróðir liennar aftur á móti, sem gengið hefði gegnum eitthvað svipað í lífinu, han hefði haft óbreyttan herratitil sinn frá fermingu.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.