Hlín - 01.01.1919, Blaðsíða 70
70
Hlin
urvegurum, því það eru þeirra bestu menn. Gamalt orð-
tak segir: „Fáir eru iöðurbetrungar“, en þessir menn eru
það, og þeim er það að þakka, að heiminum er að fara
i'ram, þó hægt fari, því eins og Stuart Mill segir: „Hve
mikið varið er í þjóðirnar fer eftir því, hve mikið er
varið í hvern einstakling.“ — Nú, nú, hinir aftur á móti,
sem ekki hugsa unt annað en þjóna lund sinni og brjót-
ast um á hæl og hnakka, til að fá jafnvel lieimskulegustu
óskir sínar upþfyltar, þeir hlynna með velþóknun að eit-
urfræjunum í eðlisfari sínu, þangað til þau eru orðin svo
þroskuð, að þau eru vaxin þeim yfir höfuð og verða
ekki kæfð, því það er staðreynd, að því meir sem menn
láta eftir tilhneigingum sínum, þess heimtufrekari verðá
þær, og að sama skapi veiklast mótstöðuafl eðá vilja-
þrek mannsins, er í hlut á. En — þessir menn verða
aldrei „föðurbetrungur", og letrið, sem skráð er í lófann
á þeim, verður þeim ekki til sóma. Salómon konungur
var manna spakastur að viti; hann sagði: „Sá sem stjórn-
ar geði sínu er betri en sá sem vinnur borgir.“ — Karl
XII. Svíakonungur sigraði lengi vel flest, er á vegi hans
varð, nema þráann og heimskuna í sínum eigin barmi.
Það varð honum og hans hraustu þjóð að falli. — Benja-
mín Franklín hefur sagt jiessa sögu af sjer: Þegar hann
var drengur eignaðist hann einu sinni nokkra kopar-
skildinga og bjóst við, eins og börnum er títt, að geta
keypt sjer ósköpin öl 1 fyrir j:>etta, en þá heyrði hann
annan dreng vera að blása í hljóðpípu úti á strætinu og
varð svo hugfanginn af því, að hann hljóp til drengsins
og keypti af honum hljóðpípuna lyrir alla skildingana
sína, og þóttist hafa himin höndum tekið, en jjegar heim
kom, hlógu ættingjar hans að lionum og sögðu, að hann
hefði getað fengið margar samskonar pípur lyrir jjetta
verð; gxjet hann þá eins mikið ylir glópsku sinni og
hann gladdist áður, — en jretta glappaskot varð honum
svo minnisstætt, að hann gleymdi Jdví aldrei. Ávalt síð-
ar, ef hann sá menn sleppa fram af sjer beislinu á ein-