Hlín - 01.01.1920, Blaðsíða 21
Hlin
21
fórn á altari þessarar hræðilegu sýki, sem við nú öll
vitum að hægt er að utrýma.“
En við úlrýmurn henni aldrei aðeins með heilsuhcel-
um og sjúkrahúsum, heldur með hreinlœti og gagngerðri
endurbót á híbýlupum. Meiri sól, meira loít inn í dag-
stofuna og svefnherbergið, þar sem konan situr með
barnið — Guðs dýrmætustu gjöf til þjóðfjelagsins — og
nærir það á fyrstu fæðunni, mjólk og lofti.
Ungu mæðurnar íslensku finna vel, hve lamandi hí-
býlaástandið er. Jeg heimsótti fyrir nokkru vini og vanda-
menn. Byggingamálinu var víða hreyft, og margar um-
kvartanir konm fram, en minnisstæðust eru rnjer um-
mæli ungrar konu, tveggja barna móðu'r. Döpur, en hug-
rökk, endaði hún samræðuna með þessari átakanlegu
ósk: ,,Jeg vildi aðeins að Guð gæfi mjer ekki fleiri börn;
það er nóg að þessir drengir verði að aumingjum.“
hað er konunnar sorg. bað er konunnar málefni.
Akureyri í september 1920.
Sveinbjörn Jónsson,
9 byggingafræðingur,
Merkilegur fjelagsskapur.
•
Norðmenn liafa fyrir skemstu stofnað hjá sjer fjelag,
sem berst fyrir bættu heilsufari norsku þjóðarinnar
(Folkehelseforeningen). Standa að fjelaginu hinir þjóð-
nýtustu menn: læknar og heilbrigðisfulltrúar, hermenn
og háskólakennarar, skipstjórar og skólaforstöðukonur.
Fjelagið gefur út límarit, sem lræðir menn um heilsu-
samlega lifnáðarhætti yfir höfuð; það útbreiðir þekkingu
um þau el'ni nreð blaðagreinum, fyrirlestrum, smáritum
og námsskeiðum. Fjelagið vill vinna að auknum þrifn-
aði þjóðarinnar, bæta húsakynnin og matarhæfið, gera
mönnum hægt um hönd að ná í böð og opna augu al-
mennings fyrir nytsemi leikfimi og útiveru.