Hlín


Hlín - 01.01.1920, Blaðsíða 77

Hlín - 01.01.1920, Blaðsíða 77
Hlín 77 sýnist úr vegi að l'ara að hreyfa [ressu rnáli. Auðvitað verður krafan um skólann að koma frá Vestfirðingám sjálfum; vestfirskar konur ættu að sameina sig úm þá kröfu, að skólinn konrist sem fyrst upp. — Jeg átti í sumar tal við merka konu, sem lengi hefur dvalið í Flatey. Jeg spurði hana, hvort hún hefði ekki heyrt minst á þessa skólabyggingu, og kvað hún nei við því; sagðist heldur ekki fá skilið, hvernig skóli gæti þrifist þar, þvl búskapur væri þar svo lítill, að ómögulegt væri fyrir lausafólk að fá þar keyptan mjólkur- dropa, ekki einni sinni fyrir veik börn. Sje það tilfellið, að búskap- urinn sje þar í afturför, þá ætti skólinn að vera lyftistöng til nýrra framfara, því enn lít jeg svo á, að þar eigi skólinn að vera og hvergi annars staðar. Frú Hérdís unni Flatey öllum öðrum stöðum fram- ar; þar lifði hún og starfaði lengstan hluta ævinnar. Ekkert mundi lienni kærara en að fjármunir hennar gætu stutt að því, að eyjan hennar fagra ætti sjer viðreisnarvon. Sú var tíðin, að Flatey var höfðingjasetur og höfuðból, Jiegar uppi voru þar síra Kúld, Olafur prófastur Sívertsen, Brynjólfur Benediktsen og Sigurður Johnsen. Er það ekki skylda Vestfirðinga og allra, er hlut eiga að máli, að fjenu sje varið þannig, að sem best sje í anda hinnar framliðnu heiðurskonu. — Síst af öllu væri það í hennar anda, að þjark og þóf yrði um, hvar skólinn ætti að standa. Undan Eyjafjölhim. Um gulrófna-fræræktina hjer undir Eyja- fjöllum er það að segja, að hún hepnast vel í flestum árum og er allmikið stunduð, bæði hjer og í Fljótshlíðinni. Miðla þessar sveitir nágrannasveitunum talsverðu fræi. Jeg get jafnvel hugsað mjer, að þær gætu byrgt ísland alt að fræi, ef nægilegt kapp væri lagt á ræktun þess. Encla þarf landið að verða sjálfbjarga að þessu leyti. Garðrækt er hjer mikil og gagnsamleg, en helst til fábreytt; fátt ræktað annað alment en rófur og jarðepli. Kál þrífst hjer vel; blóm- kál t. d. fær allgóðan þroska í öllum árum. Mætti sjálfsagt rækta hjer margt fleira en nú er gert, ef þekking og áhugi fylgdust að. — Skrúðgarðar eru í byrjun á allmörgum heimilum. Hjer eru að mörgu leyti góð gróðrarskilyrði, þó þau sjeu sjálf- sagt að ýmsu ólík því, sem er hjá ykkur þar nyrðra. Það, sem helst bagar hjer eru ofsaveður, sem alt ætla um koll að keyra, og næð- ingar á vorum, eftir að gröður er byrjaður að lifna við. Úr brjefi frá íslenskri stúlku í Selkirk, Manitoba. Jeg er nýkomin heim úr langferð. Jeg var kosin kirkjujringserind- reki af Selkirksöfnuði, ásamt þrem öðrum. Kirkjuþingið var hahlið i Vatnabygðum svonefndum. Þar voru 15 prestar og jeg held 60 erindrekar. Það var bæði fróðlegt og skemtilegt að vera á þinginu, mikið rætt og starfað: heimatrúboðsmál, heiðingjatrúboð, Jóns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.