Hlín - 01.01.1920, Blaðsíða 68
68
Hlin
*
Islensk smjörlíkisgerð og mjólkur-
niðursuða.
Anna Friðriksdóttir frá Kakka í Eyjafirði skýrir svo frá:
— Líklega hefur það verið af því, að jeg starfaði við
rjómabú um nokkur ár, að mjer datt í hug að reyna að
sjóða niður mjólk á flöskur og ílytja hana þannig úr
einum stað í annan. Jeg gerði tilraun með nokkrar flösk-
ur 1914, án þess þó að hafa nokkra sjerþekkingu á mál-
inu og því síður nokkur áliöld. hetta gekk nú svona og
svona, en varð sarnt til þess, að mig fór að langa til að
kynna mjer til hlítar, hvernig aðrar þjóðir kæmu mjólk
sinni á markað víðs vegar um heiminn. í þessu augna-
miði sótti jeg um styrk til Búnaðarfjelags íslands og
fjekk hann. Sigldi síðan til Danmerkur haustið 1915. En
þegar út kom, komst jeg fljótlega að því, að þetta var
ekki neitt áhlaupaverk, því að aðferðinni er haldið svo
leyndri, sem frekast er unt. En á meðan jeg er að leita
fyrir mjer og kynnast, liver leiðin muni vera heillavæn-
legust, þá verður fyrir smjörlíkisverksmiðja, og af því að
jeg hafði verið við rjómabú, bæði hjer og líka nokkra
mánuði í Danmörku, þá bjóst jeg við að geta fljótlega
áttað mig á því máli, fanst líka strax, að þetta ætti að
geta orðið að gagni hjer heima. Jeg reyndi því að sjá alt,
sem jeg gat, þessu viðvíkjandi, og var svo heppin, að fá
að koma nokkrum sinnum í verksmiðju eina og taka þátt
í daglegum störfum. En samt sem áður gleymdi jeg ekki
mjólkinni, og áður en jeg fór heim, var jeg búin að kom-
ast eftir, hver aðferð var notuð til þess að geyma hana
tímum saman. — Nú hafa Borgfirðingar stigið fyrsta
sporið í þá átt að koma þessari hugsjón í framkvæmd,
þótt mikið vanti á að það sje fullkomið, „en hálfnað er
verk, þá hafið er“. — Nri erum við hjer í Reykjavík búin