Hlín - 01.01.1920, Blaðsíða 65
Hlvri
65
inn. Bátarnir renna hver á eiiir öðrum að landi. Lítil
seglskúta vaggast á sólroðnum bárunum. Björt og sak-
leysisleg skríður hún þvert yfir geislarákina, og hverfur
svo inn í skuggann hinum megin. Æ! Því hvarf hún inn
í skuggann? Hún hefði heldur átt að stefna inn í lönd
aftanroðans — og hverfa í geislahafið, eins og svánurinn
hans Lohengrins.
En skútunni stýrðu víst menskar verur, sem flýttu
sjer í land til að leggjast þreyttar til hvíldar, og rísa aftur
úr rekkju að morgni og hefja starf sitt að nýju. Hryggjast
og gleðjast. Starfa og stríða. Þetta er lífið. — Augu mín
döggvast. Jeg sje mann lyftast upp úr sólroðnu hafinu.
Hann horfir lengi á mig mildurn, djúpum augum, óend-
anlega geislandi. Gráu lokkarnir blakta fyrir andvaran-
um. Jeg breiði út faðminn. Jeg á aðeins eina hugsun til,
þá að hverfa til lians. — Þá hrekk jeg upp við mannamál
í næsta herbergi — það glamrar í peningum, og ánægju-
legur gróðahlátur Irlandast við málmhljóðið. — Sýnin er
horfin, og mjer er svo kalt. Hlýnar líklega aldrei framar.
Jeg stari út á hafið, og öll fegurð er horfin. Kaldur virki-
leikinn kominn í staðinn. Þessi örstutta stund rjeði ör-
lögum mínum.
* # #
Jeg er komin á ,,Miðaftans-hnjúk“. Vorgolan strýkur
Idýlega um vangana á mjer. Sólin hellir geisum sínum
yfir hjeraðið. Jeg hef altaf verið vorsins barn; glaðst við
fuglasöng og blómailm, og sólskinið hefur ljett skap mitt.
En nú getur ekkert af Jressu glatt liuga minn. — Minn-
ingarnar koma, hver á fætur annari, og líða gegnum
hugann, alt frá því jeg var barn og til þessa dags. Sumar
eru glitofnar, en á öðrum eru grófir þræðir og röng skil.
En allar eru Jrær meira og minna tengdar sömu minn-
ingunni, — minningu hans. sem er horfinn og jeg unni
heitast og sakna mest.