Hlín - 01.01.1921, Side 34

Hlín - 01.01.1921, Side 34
32 Hlín afneitun, það eru orð, sem ekki láta vel í eyrum, en þessar dygðir eru það nú samt, sem ásamt guðstrú og bænrækni hafa viðhaldið þjóð okkar alt til þessa. »Allur agi virðist að vísu í bili ekki vera gleðiefni, heldur sorg- ar, en eftir á gefur hann friðsælan ávöxt rjettlætisins, þeim er við hann hafa tamist,« segir guðsorð, og lífið hefur staðfest þennan sannleika. Sá maður mundi þykja grunnhyggin, sem ætlaði góð- hesti sínum að temja sig sjálfur, það þykir*kannske ekki líku saman jafnað, en það er nú svo: að þótt maður sje, þá uppelur hann sig ekki að jafnaði sjálfur. — Læknarnir segja, að til æskuáranna eigi margir sjúk- dómar rót sína að rekja, einkum berklaveiki, vanheilsan kemur í Ijós, er skyldukvaðir lífsins berja að dyrum. — Heilsufræðin fyrirskipar reglusemi og einfalt líf, hún segir: Barnið þarf regiubundinn svefn, helst sjerstakt legurúm, og nota hey- eða hálmdýnu í stað sængur. Reglu- bundið einfalt mataræði (ekki matvendni eða ofát á tylli- dögum, því magaveiki fyigir). Klæðnaður Ijettur, liðug- ur og skjóllegur, engar dúður, því barnið er heitfengt. (LJtflúr er óþarft og ósmekklegt, æskan og heilbrigt yfir- bragð er besta skrautið). Og svo síðast en ekki síst: Reglubundin skyldustörf við barnsins hæfi, þá skortir ekki matarlyst, háttutími er kærkominn, leiðindi, hjegómi og tildurshugsanir komast ekki að. En þessi grundvallaratriði uppeldisins eru herfilega fótum-troðin víða á landi voru, og því fer sem fer, Mað- ur getur bæði hlegið og grátið af að sjá og heyra hvern- ig ástandið er á mörgum heimilum, og það jafnvel hjá fólki, sem að öðru leyti er skynsamt og mentað. Sjálfræðið keyrir fram úr hófi. — Siggi litli er spurður að hvort hann vilji ekki fara að klæða sig, það sje orð- ið svo framorðið. Nei, Siggi vill það ekki, Og ekki held- ur vill hann sjá að fara í þessi föt, og ekki jeta þennan mat, heldur annan, sem hann tiltekur. Hvort hann vilji ekki fara að koma inn frá leikunum eða heim frá skemt-

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.