Hlín - 01.01.1921, Side 73

Hlín - 01.01.1921, Side 73
HUn 71 minnistæðar. Pegar fólkið var komið í sparifötin til kirkju- ferðar, var sem einhver helgiblær færðist yfir alla. Pegar riðið var úr hlaði, tóku karlmenn ofan og lásu faðirvor, og kvenfólk drap höfði og bændi sig. — Afi minn var talinn góður búmaður, en alt á annan veg en faðir minn, hann hjelt fast við gamlar venjur, bæði í búskapnum og öðru, en faðir minn vildi reyna ýmsar nýungar. — Eftir að hann bygði beitarhúsin í selinu, var gengið daglega á þau að heiman. Djúpadalsá var oft illur þröskuldur á þeirri leið. Faðir minn gerði tilraun með að brúa ána og var það með öllu óþekt, jeg efast um að nokkur brú hafi þá verið til á landinu. En meinið var, að lítt mögu- legt var að fá efni í þessa brú, lakast þó að koma því að sjer, samt lagði faðir minn út í þpð, fjekk sjer skip og menn, stóra skipið hans Samúels frænda, það var átt- æringur, fór á því tii Flateyjar að sækja efnið, en þegar til kom reyndist skipið of lítið, trjen voru svo stór, að þau komust ekki fyrir á skipinu, svo binda varð þau á taug (séil) og róa fyrir jjeim 4 — 5 vikur sjávar. Nærri má geía, að þessi flutningur hefur verið erfiður, samt tókst að koma efninu inn í fjarðarbotn. En eftir var Iík- lega það erfiðasta, sem sje að koma því á brúarstæðið, engin hestur gat dregið þessi bákn, og engin vagn þekt- ist þá, eina bótin var, að sjór fjell langt upp í ána og eftir henni fleytti hann trjánum. Margir menn unnu að þessu holdvotir og uppgefnir. Loksins komst þetta þrek- virki á, og var faðir minn þá óvenju glaður. Og þá við krakkarnir! Að þurfa ekki lengur að vaða ána, oftast ber- fætt, eða ef hún var djúp að láta kýrnar bera okkur yfir, sem var litlu betra en að vaða, því ekki voru þær ætíð liprar í þeim ferðum. — Jæja, nú var öllu þessu lokið, og við gengum brúna og rákum fjeð yfir, en hestar og kýr urðu að vaða eftir sem áður. — En — æ, því miður stóð þessi sæla ekki lengi, brúin fór í miklum vatnagangi og jakaburði, og hefur efalaust vantað bæði þekkingu og fleiri skilyrði til að hún væri nógu traust. — Vesalings

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.