Sumargjöf - 01.01.1907, Page 32

Sumargjöf - 01.01.1907, Page 32
28 Sumargjöf. gæfu smiður. Trúa mín er það, að æðimikill hluli hinnar andlegu eymdar og örbyrgðar, óánægju og lífsleiða, sé sprottinn af því, að hrotið sé á móti liinu hezta er maður á í eðli sínu; misþyrmt hinum smá- vaxna og viðkvæma gróðri sem sþrettur og dafnar inst í fylgsnum sálarinnar, og á að veita ilmi og angan á alla lífsleið vora, þótt blómskraut jarðarinn- ar fölni og lmígi í dá, og hamingjublómin visni um stund. Nú er það víst, að enginn heíir sitt eigið liold hatað, og hver vill sjálfum sér vel, en þó er liitl jafnvíst að margur tortímir sjálfur lífsgleði sinni. Og sé nú farið að grafa eftir orsökum, þá berast enn böndin að foreldrum og þeim, sem upp ólu, að þeirri kynslóð sem til moldar er hnigin. Að þeirri kynslóð sem lét ána brjótast úr farvegi sínum og gerði ekki að, og reif skóginn úr hlíðinni. Að þeirri kynslóð, sem hjó oklcur í höndur, sem sáði og sáði ekki, eða illu einu, og plantaði — ilt eitt — eða sveikst um alt saman. I einu orði, að for- tíðinni. Að öllum þeim óeðlilegu liöftum og bönd- um, sem lögð eru á einstaklingsfrelsið i líkamlegum og þó einkum andleguin efnum. Að þeim úreltu og óhollu skoðunum og siðvenjum sem lialdið er fram í lcrafti og myndugleika gamallar venju ogliefðar. Að öllu þessu berast böndin o. II., o. fl. »Litið til fuglanna í loftinu«. Ekki safna þeir í kornhlöður frekar nú en þá. »Skoðið akursins lilju- grös«. Elcki hafa þau lært að vinna eða spinna, og lialda þó hlóma sinum. Sjáið hvítvoðunginn í vögg- unni, og smábörnin í leiknum, ung' og óspilt. Ætli þau séu ekki sjálfum sér lík? Lík því sem þau voru fyrir þúsundum ára. Ætli lindir lífsgleðinnar séu ekki jafn ríkulegar í brjósti þeirra nú sem fyr. Mögu-

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.