Sumargjöf - 01.01.1907, Page 69

Sumargjöf - 01.01.1907, Page 69
Sumargjöf 65 stjórnarlögin, 10. nóv. 1905, setja það skilyrði firir kosningarrjetti í sveitum, að menn »borgi til sveitar- þarfa«; þar er ekki heimtuð nein krónutala; 1 króna er nóg, eitthvað er nóg; en minsta eitthvað í pening- um, það er aftur eineiringurinn. Þetta er alvarlegt mál. Við vitum vel, að brínustu lífsnauðsinjar hvers nianns, hús, fæði og klæði, nema talsverðu fje á hverju ári. Þessi minsti ársforði er ekki jafndír al- staðar; á því er mikill munur. En hver maður Verður að vinna firir ársforða sínum; geti hann það ekki, þá verður hann upp á aðra kominn, upp á sveitina ef hann á engan að; fjölskildu-maðurinn Verður þar að auki að sjá íirir skilduliði sínu. Nú er það allra dómur, að beina skatta, t. d. átsvar, megi ekki heimta af manni, sem ekki vinnur sjer meira inn en minsta ársforða handa sjer og sín- um; væri það gert, þá hliti maðurinn að lenda í Þröng, fara á sveitina, eða svelta. Og þeir eru margir, sem þetta á heima um; þar eru t. d. fatlaðir menn einhleipir, margir mjög vel gefnir og vel að sjer, en ekki fullvinnandi; þar eru Clölskildumenn, sem eiga mörg hörn og hafa rjett í sig og á, þrátt firir dugnað og reglusemi. Hvaða vit er í því, að segja við þessa sjálfstæðu og heiðarlegu menn: Þú færð ekki kosningarrjett, af Þvi að þú borgar ekki. Og hvaða vit er í því tali, uð þessum mönnum megi standa á sama um bæjar- uml, af því að þeir borgi ekkert til bæjarþarfa. Þeim stendur manna minst á sama; því betur sem bæjar- niálum er stjórnað, þeim mun auðveldara verður öll- um bæjarbúum að hafa ofanaf firir sjer; og það varð- ar fátœklinginn mest allra manna. 5

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.