Sumargjöf - 01.01.1907, Page 46

Sumargjöf - 01.01.1907, Page 46
42 Suraargjöf. liestaheilsu eins og síðar sást. Sextán sonu eignaðist liann; eða hver veit hvað marga. Því að þegar aðrir eins stillingarmenn eins og Njáll og Síðu-Hallur tóku fram hjá, þá er ekki þorandi að ábyrgjast Hrút. Allir kannast við söguna af hjúskap Hrúts og Unnar, sem þeir liafa á hvolpavitsárunum lesið með -sömu eftirtekt eins og suma staði í bók, er margir telja helgari en Njálu. Allir muna hvers vegna með þessum hjónum tókust ekki góðar ástir eins og segir ^svo oft i sögunum. Á þeim tímum var það algeng- Tara að hjúskapur leiddi til ástar en ást til hjúskapar; hyggindaráð voru tíðari en ástaráð. Ofmikil hyggindi í þessum efnum liafa á síðari tímum ósjaldan þótt lcoma illa niður á afkvæminu, þó að oftast hafi það gefist vel áður, ef sögnum má trúa. Hjer er nú margt um að segja, en það á betur við að fresta því þar til er ræðir um Gunnar og Hallgerði. Gamlir menn lirista höfuðið yfir hjúskaparsögu Hrúts og segja að hún sje sett saman af munkum í einlííi þeirra og kvennmannsleysi. En liitt mun þó "vera sönnu nær, að þetta sje dyngjusaga en klaustra; sjúkdómslýsingin er umhverf. Eins og kunnugt er — af sögunum — þá er það næstmesta yndi kvenfólksins að tala um ástir; trú- lofanir ef ekki veiðist betur. Og alt sem aflaga fer í ástamálum er vanalega kent karfmönnum. Ekki ætla jeg þó að gefa í skyn að það sje kvenfólldð í dyngjunum sem fyrst og fremst hafi gefið Hrút sök á hvernig fór; það var óefað Unnur sjálf, sem í hjartans einlægni hefur kent það bónda sínum, að þau gátu ekki komið sjer saman. Svo segir Njála, að Unnur liafi á alþingi sagt Merði föður sínurn alla sögu. Frá hinu segir Njála

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.