Sumargjöf - 01.01.1907, Page 72

Sumargjöf - 01.01.1907, Page 72
68 Sumargjöf Þá er eftir þriðja deiluefnið, út af þeim, er þeg- ið hafa af sveit. Jeg get ekki felt mig við að unglingar ráði jafn- miklu á heimilinu og foreldarnir, sem sjá firir þeim, og mjer íinst jafnskakt, að þurfamenn ráði jafnmiklu og þeir, sem halda í þeim lífinu. En börnin eiga að komast undan ifirráðum for- eldranna þegar þau fara að sjá firir sjer sjálf og eins eiga þurfamenn að sleppa undan ifirráðum sveitunga sinna þegar þeir liætta að þiggja hjálp af þeim og fara að sjá firir sjer sjálfir. Það er harðstjórn og ranglæti að láta mann, sem verður firir sjúkdómi og þiggur sveitarstirk í veikindunum, lifa rjettlausan, þó að hann fái heilsu og fari að vinna firir sjer, hafa hann í eins konar skuldafangelsi, í ófrelsishöftum, þangað til liann hefir goldið hvern eiri af skuld sinni. Það er þá tillaga min, að fundurinn hallist að almennum kosningarrjetti, liallist að því, að gjald- kvöðin sje numin úr lögum og konur gerðar jafn- rjettháar karlmönnum í bæjarmálum, hallist að því, að kosningafrelsið sje eign hvers fullveðja manns, jafnt konu sem karls, þeirra allra, er hafa heilbrigða vitsmuni, óflekkað mannorð og þiggja ekki af sveit. Kosningarrjettinum fdgir öflug hvöt til þess að liugsa um heill almennings; hann vekur þjóðljelags- skilduna og glæðir ættjarðarástina. Frelsi eikur framfarir; og þær verða þeim mun stórstígari, sem fleiri njóta frelsisins. Menn higgja að þjóðirnar muni okki framvegis eiga mest gengi sitt undir vopnum sinum, heldur undir dugnaði sínum, mentun og fram- takssemi. Ef þessi spá rætist, þá geta smáþjóðir átt fagra framtíð firir höndum.

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.