Dvöl - 01.07.1938, Qupperneq 3
6. árg. 1938
3. hefti
DYÖL
Fréttir að heiman
Eftir Frederic Boutet
í dögun kom maðurinn, eins og
hann var vanur, ut úr kofa sín-
um upp'i í klettunum og gekk ein-
stigið niður að sjónum, og skelj-
arnar brustu undir fótum hans í
fjörunni. Sólin gægðist upp fyr-
ir hafflötinn, sem enn var úfinn og
ylgdur eftir hamfarir stormsins.
í vesturátt stóð önnur eyja upp úr
hafinu eins og varðmaður, lítil en
klettótt. Mörgæsirnar voru hinir
einu íbúar hennar. Hér og þar
svifu sjófuglar þessara suðurhafa
yfir öldunum með argi sínu og
gargi.
Maðurinn leit til loftsins, hafsins
°g sjófuglanna eins og ósjálfrátt
°S af vana. Hann settist á stein,
fók mat upp úr pokanum, sem
hann hafði meðferðis, borðaði og
drakk vatn úr ávaxtahýði; reykti
síðan pípu, sem var vafin með
siiæri. í dag var 2. maí 1899. Hann
ákvað að taka sér hvíld frá störf-
Um þenna dag, vegna þess að
firnni ár voru liðin frá því hann
kom hingað til eyjarinnar.
Hér hafði hann dvalið í þessi
fimm ár, langt frá öllum manna-
byggðum. Nafn hans var Lenoir.
Hann var maður í meðallagi hár,
en herðabreiður, fjörlegur og
karlmannlegur. Sól og regn höfðu
brennt og lamið andlit hans, svo
að dökkt hörundið líktist grímu,
sem gerði það að verkum, aðaug-
un sýndust óvenju-skær og tenn-
urnar hvítari en almennt gerist.
Hann talaði stundum við sjálfan
sig á frönsku og einstöku sinnum
á ensku, en af því máli hafði hann
lært ofurlítið hrafl á ferðum sín-
um. Setningarnar voru kryddaðar
slettum úr sjómannamáli. Síðan
gamli Ameríkumaðurinn, semfyrst
var með honum á eyjunni, dó,
talaði hann oft liátt við sjálfan
sig, til þess að glata ekki manns-
röddinni, og eins til þess að telja
sjálfum sér trú um, að hann ætti
félaga, sem létti honum byrði ein-
verunnar.
Til eyjarinnar komu skip á
tveggja og þriggja ára fresti, og