Dvöl - 01.07.1938, Side 5

Dvöl - 01.07.1938, Side 5
D V Ö L' 163 í sama bát og hann, höfðu fimm orðið vitstola af hungri og þorsta. Þeir höfðu hlaupið fyrir borð og orðið hákörlum að bráð. Og ó- kunni maðurinn lét að lokum á sér skilja, að ef Lenoir hefði ekki notið við, myndi hann hafa hlotið sömu örlög og hinn danski félagi hans. Þetta var fyrsti þakklætisvott,- urinn af vörum hans. En það var Lenoir líka nóg. „Við skulum nú sleppa því“, sagði hann og yppti öxlum. „Ég lagði ekkert í hættu, og það gat yfirleitt ekki minna verið, sem ég gerði“. „Hver ert þú?í( spurði maður- inn og sagði um leið til sín. Hann var Þjóðverji og hét Keller. Lenoir sagði honum sögu sína, og hvað hann hefðist að á eynni; einnig um hinar strjálu skipaferð- ir til eyjarinnar. Upphaflega hafði hann komið til þessarar eyjar sem sendimaður frá litlu skipi, sen. átti leið hér fram hjá. En meðþ'ví áð hann kaus að fá að lifa í ein- veru, hafði hann orðið hér eftir. „Það var nú svo komið fyrir rnér“, sagði hann, „að ég var orðinn ánægður af þeim heimi, Þar sem ég átti aldrei vísar mál- tíðir næsta dags. Ég hafði leitað fyrir mér hér og þar í tuttugu ár, áður en ég settist að á þessari eyju. . . . Ég er ættaður úr sveita- þorpi — ég er alveg búinn að gleyma, hvern fjandann það lieit- lr — einhversstaðar skammt frá Dunkerque, í Frakklandi....... Ég var tólf ára snáði, þegar for- eldrar mínir dóu, og þá varð ég að gera svo vel og sjá um mig sjájlfur og duga eða drepast. Ég hefi verið allt mögulegt — háseti, kyndari, hafnarverkamaður. Ég hefi veitt apa og páfagauka í Brazilíu, verið þjónn á ölknæpum og þrælað í jiámum í Suður-Af- ríku. Ég hefi verið með allskonar fólki .... af öllum hörundslit- um. Ég hefi gert fjöldamargt, sem ég hefði ekki átt að gera. . . .“ L.enoir þagnaði og reyndi að grafa hálfgleymdar minningar fram úr skuggum liðins tíma. Svo yppti liann öxlum til þess að gefa í iskyn, að sér stæðji í raun- inni á sama um þetta allt. „Svo man ég nú ekki meira“, sagði hann eftir nokkra þögn og eins og við sjálfan sig. „En nú er ég hér og farinn að venjast öllum aðstæðum. Ég man ekki hvort ég minntist á það, að fyrst í stað var hér með mér gamall Ameríkumaður. En hann hrökk nú upp af standinum. Það tók ég mér nærri. Mjög nærri. Var ekki með sjálfum mér svo vikumskipti. Mér fannst ég vera eina mann- skepnan í heiminum. En þegar skip kom, gat ég ekki fengið mig til þess að fara með því. . . . Hvert gat ég farið? Hvað gat ég gert?“ Svo eftir mjög langa þögn: „Hversvegna er ég að segja þér þ'etta allt? Líklega vegna þess að

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.