Dvöl - 01.07.1938, Side 17

Dvöl - 01.07.1938, Side 17
DVÖL 175 Brúðkaupið Eftir Luigi Pirandello í daglegri umgengni sýndi pró- fessor Gori ráðskonunni sinni ein- staka þolinmæði, og hafði hún þó verið hjá honum í nær tvo áraíugi. p1 'einn góðan veðurdag, þegar lantl í fyrsta skipti á æfinni ætl- aði að klæðast kjólfötum, missti latln alla stjórn á sínum hvers- ðagshægu skapsmunum. Dg síðar meir var hugsunin um þennan atburð nóg til þess að Setja hann úr jafnvægi. En grát- egast var það, að hann skildi vera 1 slíku skapi, í eina skiptið á æfi suini, er hann klæddist þeim bún- inSb sem einungis er notaður við mjög hátíðleg tækifæri, búningi, sem í rauninni skapar hátíðleik- ann að miklu leyti. Og svo — drottinn minn dýri — svo var hann sjálfur alveg lögun- aitaust kjötstykki. ^rófessor Gori stundi þungan °S hvessti augun á ráðskonuna, Setn stóð fyrir framan hann, lág °g digur, næstum því hnöttótt, ^g brosti ánægjulega yfir því, að 'ýa hinn velalda húsbónda sinn ! Þessum sjaldséða viðhafnarbún- tngi. vísu átti prófessorinn ekki hafí311 klæðnað sjálfur. Hann 1 fengið hann leigðan. Afgreiðslumaður úr búð í grenndinni hafði komið ineð fullt fangið af kjólfötum til þess að láta hann máia. Afgreiðslumaður- inn var enn hjá honum. Ýmist stóð hann og horfði með hálflok- uð augun og sjálfbyrgingslegum svip á búninginn eða hann sner- ist eins og snælda kringum pró- fessorinn og sagði: ,,Fyrirgefið“, ,,afsakið“. „Letta er að lagast“. En útkoman var alltaf sú sama. Engin fötin fóru vel. Prófessorinn stundi aftur þung- an og þurrkaði nokkra svitadropa af enninu. Hann hafði nú reynt átta eða níu, — eða guð má vita hvað mörg kjólföt — en þauvoru öll hvert öðru þrengri. Og svo var það hvíta slaufan, sem þurfti að hnýta. Hamingjan mátti vita, hvernig átti að fara að því. Loksins sagði afgreiðslumaður- inn: „Ég held að þessi séu góð. Þér megið trúa mér signor, að þér fáið engin betri“. „Hafið þér ekki fleiri með yð- ur?“ spurði prófessorinn. „Nei, því miður. Ég köm að- eins með tólf“. „Eru þetta þá þau tólftu?“ „Já, það eru þau tólftu“.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.