Dvöl - 01.07.1938, Qupperneq 19
D V ö L
177
I reiði sinni setti hann heljar
mikinn rembihnút á slifsið,
smeygði sér í kápu utan yfir kjól-
fötin og rauk á dyr.
Ef allt hefði gengið sæmilega,
þá liefði prófessor Qori án efa
verið í góðu skapi þennan dag.
Því brúðurin var ein af hans fyr-
verandi nemendum, Cesera Reis.
í dag átti hún að fá laun fyrir
ástqndun sína og dugnað öll hin
mörgu námsár, sem hún hafði
verið undir handleiðslu prófes-
sorsins.
Þrátt fyrir alla armæðuna fór
prófessor Qori að hugsa um þetta
fyrirhugaða brúðkaup og orsak-
irnar, sem til þess lágu, nieðan
hann gekk eftir veginum. En hvað
hét nú annars brúðguminn? Pessi
ríki ekkjumaður, sem einn góðan
veðurdag hafði komið í kennara-
skólann til þess að fá unga stúlku,
sem gæti tekið að sér að kenna
drengjunum lians.
nQrimi? Griti? Nei, Mitri? Já
auðvitað hét hann Mitri. Já, Mitri
Var það!“ Og nú var sjálfsagt
allt tilbúið undir brúðkaupið".
Cesera Reis hafði misst föður
sinn þegar hún var fimmtán ára
°g síðan hafði hún unnið fyrir
sér og aldraðri móður með saum-
um og tímakennslu.
Prófessor Oori hafði dáðst að
uugnaði hennar og festu og fyr-
ir hans milligöngu hafði hún kom-
lzt í framhaldsskóla í Róm. Og
þ^gar að herra Qriti — já auðvit-
að hét hann Griti, en ekki Mitri —
leitaði til hans í áðurnefndum er-
indum, vísaði hann auðvitað á
Cesera Reis.
En nokkrum dögum seinna hafði
hann svo komið aftur til prófes-
sorsins, niðurdreginn og örvænt-
ingarfullur.
Cesera Reis hafði þá alls ekki
viljað taka við þessu starfi vegna
aldurs síns, námsins og gömlu
mömmu, sem hún gat ekki skilið
við. Og svo myndu skapast slúð-
ursögur, ef hún færi til hans,
ekkjumannsins, sem kennslukona.
Cesera var lagleg stúlka. Hún
var eiginlega meira en lagleg —
hún var hreint og beint falleg.
Og sú reynsla, sem hún hafði orð-
ið fyrir, og þeir erfiðleikar, sem
hún hafði þurft að stríða við, gáfu
henni meiri þroskablæ og yndis-
þokka.
Og þessi herra Grimi — hann
minnti að hann héti Grimi, þeg-
ar hann fór að hugsa sig betur
um — hann hafði orðið ástfang-
Jnn í Ceseru við fyrstu sýn. Slíkt
getur svo sem komið fyrir víðar
en í skáldsögum. Og þótt hann
væri vondaufur um árangurinn
hafði hann heimsótt hana þrisvar
eða fjórum sinnum, til þess að
reyna að tala um fyrir henni.
Og nú bað hann prófessor Ciori
að gera allt, sem hann mögulega
gæti, til þess að fá þessa laglegu,
greindu og duglegu stúlku til þess
að ganga börnunum sínum í móð-
ur stað, ef hún vildi ekki þiggja
stöðuna, sem hann bauð henni.