Dvöl - 01.07.1938, Side 20

Dvöl - 01.07.1938, Side 20
178 D V Ö L Og því ekki að gera þetta? Prófessor Gori hafði leikið hlut- verk sitt sem milligöngumaður af hinni mestu prýði, og Cesera hafði fallizt á tillögur hans í málinu. Og nú var svo langt komið, að brúðkaupið átti að verða í dag, þrátt fyrir mótmæli og óánægju ættingja brúðgumans, sem höfðu beitt ýmsum brögðum í því skyni að eyðileggja allt saman. — Fjandinn hirði þau. Og pró- fessorinn stundi armæðulega. Eins og eðlilegt var, hafði brúð- urin beðið hann um að vera svara- mann, en hann hafði gert henni það skiljanlegt, að þá varð hann að gefa henni brúðargjöf, sem hæfði konu í hennar stöðu, og á því hafði hann ekki efni. Nei, það var honum ómögulegt. Leigan á kjólfötunum myndi á- reiðanlega kosta hann rnikla pen- inga. Gori gekk inn í blómabúð, sem var í leiðinni, og keypti þar nokk- ur blóm til þess að færa brúð- inni. Þegar hann kom til „Milano“, þar sem Cesera bjó, sá hann hóp af fólki við dyrnar, sem auðsjá- anlega var aðeins komið af for- vitni. Hann hugsaði, að hann væri orðinn of seinn, og að brúðkaups- vagnarmr biðu inni í garðinum, en þetta forvitna fólk ætlaði að sjá gestina þegar þeir kæmu í vögnunum. Prófessorinn herti gönguna. En hversvegna horfði fólkið svona á hann? Hann var þó í kápu utan- yfir kjólnum. Gat það verið, að löfin — — —? Nei, nei, kápan huldi þau alveg. En hvað var þá á seiði? Og hversvegna voru götudyrnar lokaðar? Dyravörðurinn leit á hann með miklum alvörusvip. „Ætlaði herrann í brúðkaup- ið?<( „Já, ég er einn af boðsgestun- um“. „En — — en — — brúðkaup- ið verður ekki haldið að þessu sinni“. „Hvað!?'' „Náðug frúin — móðirin — !u „Er hún dáin?“ spurði Gori og jínúði í ráðaleysi á harðlæst lilið- ið. „Já —{ í inótt — öllum á óvart''. Prófessorinn stóð eins og negld- ur við tröppurnar. „Petta getur ekki verið. Móðirin! Frú Reis?'' Hann leit á þá, senr viðstaddir voru, eins 'Og hann vonaðist eftir útskýringu á þessum undarlegu og óvæntu tíðindum hjá þeim. Nei, þessu gat hann ónrögulega trúað. Blómvöndurinn féll úr hendi hans. Hann beygði sig niður til þess að taka hann upp, en þá heyrði hann braka í saumnum á kjólnum, milli herðanna, og hann stanzaði á miðri leið. „Almáttug- ur, auðvitað kjóllinn“. Gat hann gengið inn í þessum búningi? Átti hann máske að snúa við heim?

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.