Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 20

Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 20
178 D V Ö L Og því ekki að gera þetta? Prófessor Gori hafði leikið hlut- verk sitt sem milligöngumaður af hinni mestu prýði, og Cesera hafði fallizt á tillögur hans í málinu. Og nú var svo langt komið, að brúðkaupið átti að verða í dag, þrátt fyrir mótmæli og óánægju ættingja brúðgumans, sem höfðu beitt ýmsum brögðum í því skyni að eyðileggja allt saman. — Fjandinn hirði þau. Og pró- fessorinn stundi armæðulega. Eins og eðlilegt var, hafði brúð- urin beðið hann um að vera svara- mann, en hann hafði gert henni það skiljanlegt, að þá varð hann að gefa henni brúðargjöf, sem hæfði konu í hennar stöðu, og á því hafði hann ekki efni. Nei, það var honum ómögulegt. Leigan á kjólfötunum myndi á- reiðanlega kosta hann rnikla pen- inga. Gori gekk inn í blómabúð, sem var í leiðinni, og keypti þar nokk- ur blóm til þess að færa brúð- inni. Þegar hann kom til „Milano“, þar sem Cesera bjó, sá hann hóp af fólki við dyrnar, sem auðsjá- anlega var aðeins komið af for- vitni. Hann hugsaði, að hann væri orðinn of seinn, og að brúðkaups- vagnarmr biðu inni í garðinum, en þetta forvitna fólk ætlaði að sjá gestina þegar þeir kæmu í vögnunum. Prófessorinn herti gönguna. En hversvegna horfði fólkið svona á hann? Hann var þó í kápu utan- yfir kjólnum. Gat það verið, að löfin — — —? Nei, nei, kápan huldi þau alveg. En hvað var þá á seiði? Og hversvegna voru götudyrnar lokaðar? Dyravörðurinn leit á hann með miklum alvörusvip. „Ætlaði herrann í brúðkaup- ið?<( „Já, ég er einn af boðsgestun- um“. „En — — en — — brúðkaup- ið verður ekki haldið að þessu sinni“. „Hvað!?'' „Náðug frúin — móðirin — !u „Er hún dáin?“ spurði Gori og jínúði í ráðaleysi á harðlæst lilið- ið. „Já —{ í inótt — öllum á óvart''. Prófessorinn stóð eins og negld- ur við tröppurnar. „Petta getur ekki verið. Móðirin! Frú Reis?'' Hann leit á þá, senr viðstaddir voru, eins 'Og hann vonaðist eftir útskýringu á þessum undarlegu og óvæntu tíðindum hjá þeim. Nei, þessu gat hann ónrögulega trúað. Blómvöndurinn féll úr hendi hans. Hann beygði sig niður til þess að taka hann upp, en þá heyrði hann braka í saumnum á kjólnum, milli herðanna, og hann stanzaði á miðri leið. „Almáttug- ur, auðvitað kjóllinn“. Gat hann gengið inn í þessum búningi? Átti hann máske að snúa við heim?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.