Dvöl - 01.07.1938, Qupperneq 23
DVÖL
181
Migri áfram og gaf Gori horn-
auga. „En nú haga örlögin því
þannig ,að við fáum tíma til þess
að hugsa, af því að þetta óhapp
kom fyrir. Sem sagt. Báðir aðilar
geta hugsað sig um yfir sorgar-
dagana“.
Pr-ofessor G-ori horfði þegjandi
á þau góða stund. Hann sá strax,
hvar fiskur lá undir steini, en
samt var hann í eins miklum
vandræðum með þetta eins og
rifna kjólinn. Hann langaði til þess
að skamma þau, en stillti sig. Svo
stundi hann þungan og setti upp
fádæma sauðarsvip.
„Æi-já. Aumingja, vesalings
stúlk,an“, sagði hann með mik-
illi viðkvæmni.
,,Já, það eru allir mjög hryggir
hennar vegna“, sögðu frúrnar í
kór.
En nú gat Gori ekki stillt sig
lengur. Pessi hræsnisfulli felu-
leikur, gerði hann alveg æfan.
„Hvar er stúlkan? Mætti ég fá
að tala við hana?“
Migri benti á einar dyrnar.
„Hún er þarna inni. Gangið þér
inn“.
í drifhvítu rúmi, beint á móti
dyrunum, lá lík móðurirffiar, með
hvíta húfu á höfðinu. Það v.ar það
eina, sem G-ori sá, fyrst þegar
hann kom inn. Hann var að verðá
eitthvað svo undarlegur, en hann
vissi ekki hvernig. Hann horfði
góða stund á líkið, og fann hvorki
til sorgar né samúðar, heldur
frekar óánægju.
Þessi kaldhæðni örlaganna
fannst h-onum gersamlega ástæðu-
laus.
Hin dána lá þarna köld og
stirðnuð og við því Var ekkert
hægt að gera. Það leit helzt út
fyrir, að gamla konan hefði lagzt
í rúmið, með hvítu húfun-a á höfð-
inu, af eintómum þráa, til þess að
tefja fyrir brúðkaupinu.
Prófessorinn langaði mest til
þess að kalla til hennar og segja:
„Svona! Svona! Rísið þér nú upp,
frú! Þér megið ekki vera -að gera
að gam-ni yðar á þessum hátíð-
lega degi“.
Ceser-a Reis lá á hnjánum við
rúmst-okkinn. Hún grét ekki leng-
ur. Sv-arta, mikla hárið hennar féll
ógreitt niður á fölar kinnarnar.
Prófessor Gori fann heldur ekki
til neinnar meðaumkunar með
henni. Hann var nærri því gram-
ur. Hann langaði mest til að rífa
hana upp af gólfinu -og hrista hana
óþyrmilega, þangað til hún rank-
aði við sér. Það var hreint og
beint óskynsamlegt að gefa sig
svo -algerlega á vald örvænting-
arinnar! Að eyðileggja brúðkaup-
ið, þegar allt var tilbúið. Nei,
það dugði ekki.
Allir karlmennirnir í næsta her-
bergi v-oru komnir til brúðkaups-
ins, kjólklæddir eins og hann sjálf-
ur. Þvílík' fyrirhöfn. Hann v-arð
að gera henni það skiljanlegt, að
brúðk-aupið varð að fara fram,
hvað, sem á gengi.
En prófessor Gori fann, að það