Dvöl - 01.07.1938, Page 25

Dvöl - 01.07.1938, Page 25
DVÖL 183 Veit það! Það er úti um mig! Hatm er að fara burt og hann kemur aldrei aftur. Hann yfirgefur ntig — — — en ég get ekki — — — ég get þetta ekki!“ En prófessor Qori var ekki al- Veg á því að gefast upp. Hann lyfti henni upp frá rúm- inu, stappaði í gólfið og þrum- aði: „Það er mér alveg sama um Jafnvel þótt ég yrði að vera brúð- guminn, í annari jakkaerntinni, skal brúðkaupið verða í ’dag. Skil- urðu þetta? Lfttu á mig! Þú skil- ur þetta allt, er ekki svo? Ef þú lætur þetta tækifæri ganga úr greipum þér, þá er allt eyðilagt. Vertu nú hugrökk, Cesera litla. Ég er þó hérna hjá þér. Ég skal Vera verjandi þinn. Farðu nú og hafðu fataskipti, en vertu nú fljót“. Um leið og hann sagði þetta, ýtti hann henni á undan sér að dyrunum á herbergi hennar. Svo sneri hann við og skálmaði eins og sigurvegari inn í salinn. „Er brúðguminn ekki kominn ennþá?“ Skyldmennin og gestirnir litu á hann, orðlausir yfir þeim myndug- leik, sem var í röddinni, og Migri spurði hann með uppgerðar um- hyggju, hvort ungfrúnni liði illa. ,,Nei, henni líður prýðilega", svaraði prófessorinn iog leit beint í andlit Migri. „Ég get fært sam- komunni þau gleðitíðindi, að ég fékk hana til þess að rífa sig upp úr sorgarþönkunum og að ég taldi í hana kjark. Við erum hér öll ennþá. Þá er allt undir- búið til — — —nei, nei, lofið þið mér að tala út — — og ef einhver yðar------ til dæmis þér“ —, og hann sneri sér að einum gestinum —, „viljið vera svo góð- ur að aka með til ráðhússins, til þess að vera —---------“. Lengra komst hann ekki, því að mót- mælaópin yfirgnæfðu orð hans. Blót, reiðióp og heitingar. „Lofið þið mér að tala út. Þið getið fengið orðið á eftir!“ öskr- aði Gori, þar sem hann stóð í miðjum hópnum, gnæfandi yfir alla. „Hversvegna ekki að halda brúðkaup? Vegna þess, að brúð- urin er í sorgum? En nú vill brúðurin þetta sjálf — — —“. „Ég get alls ekki þolað það!“ hrópaði móðir brúðgumans. „Ég get alls ekki þolað, að sonur minn __ __ __ U ,, — — — geri skyldu sína og það, sem skynsamlegt er“, greip Gori fram í. „Þér ættuð ekki að vera að blanda yður inn í þetta mál“, sagði Migri, og var sýnilega orð- inn reiður. „Fyrirgefið þér“, svaraði Gori fljótt. „Ég blanda mér aðeins í þetta af því, að ég veit, að þér eruð heiðursmaður, herra Grimi __ __ __U „— — Migri, þakka yður fyr- ir!“ „Já. Migri! Migri! Þér eruð mér áreiðanlega sammála um, að

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.